Þyrla LHG sótti sjúkling á Kirkjubæjarklaustur

Sunnudagur 4. janúar 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 16:16 að beiðni læknis á Kirkjubæjarklaustri eftir að fjögurra ára drengur lenti í alvarlegu óhappi. Þyrluáhöfn var þá nýkomin úr æfingu og var TF-GNA komin í loftið kl. 16:39. Flogið var frá Reykjavík á móti sjúkrabíl sem flutti sjúklinginn og var ákveðið vegna lélegs skyggnis að lenda við Eyvindarhólakirkju sem er rétt vestan við Skóga. Þyrlan lenti þar kl. 17:44 og var drengurinn fluttur um borð í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl. 17:51. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 18:31.