Áhöfn varðskipsins Týs æfir notkun björgunarstóls

Föstudagur 5. ágúst 2005.

Áhöfn varðskipsins Týs æfði nýlega notkun björgunarstóls eða fluglínutækis við Sveinseyri á Dýrafirði.

Að sögn Thorbens J. Lund yfirstýrimanns tókst æfingin mjög vel og björguðust allir í land nema skipherrann, Sigurður Steinar Ketilsson, sem yfirgefur að sjálfsögðu aldrei skip sitt enda tryggur gæslumaður.  Þrátt fyrir að þyrla sé aðalbjörgunartæki Landhelgisgæslunnar við skipströnd geta þær aðstæður komið upp að þyrla geti ekki athafnað sig og því er nauðsynlegt að viðhalda þekkingu á notkun björgunarstólsins segir Thorben.  Hann tók meðfylgjandi myndir á meðan æfingin stóð yfir.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfr./upplýsingaftr.