Svalbarðaferð Landhelgisgæslunnar og Flugmálastjórnar

Miðvikudagur 29. júní 2005.

Nýlega fór Georg Kr. Lárusson forstjóri ásamt nokkrum starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og Flugmálastjórnar í kynnisferð til Svalbarða.  Ferðalangarnir kynntu sér starfsemi Airlift sem annast björgunarþjónustu fyrir sýslumanninn á Svalbarða og áttu fund með sýslumanninum.

Airlift rekur samskonar þyrlur og Landhelgisgæslan og var megintilgangur ferðarinnar að skipuleggja áhafnarskipti og koma á fót sameiginlegum viðhalds- og varahlutalager. Einnig kynntu starfsmenn flugdeildar sér viðhaldsmál og björgunarbúnað Airlift og æfðu með þyrluáhöfnum þeirra.

Á fundi með sýslumanninum á Svalbarða var rætt um samstarf Landhelgisgæslunnar og sýslumannsins.

Dagmar Sigurðardóttir
upplýsingaftr.


Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar með þyrlu Airlift í baksýn.


Fundur á skrifstofu Airlift. Björn Brekkan Björnsson flugrekstrarstjóri, Georg Kr. Lárusson og Tómas Vilhjálmsson flugvirki ásamt starfsmönnum Airlift.

 


Flugmenn, stýrimenn og flugvirkjar í þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar héldu sameiginlegar æfingar með áhöfnum Airlift. Á þessari mynd sést Friðrik Höskuldsson yfirstýrimaður í flugdeild Landhelgisgæslunnar virða fyrir sér útsýnið úr þyrlu Airlift.


Landslagið á Svalbarða er hrikalegt og fallegt í senn.


Oddur Garðarsson tæknistjóri flugdeildar skoðaði þyrlur Airlift vandlega að innan sem utan.


Flugstjórar TF-SYN, Hafsteinn Heiðarsson og Pétur Steinþórsson, sem fluttu starfsmenn Landhelgisgæslunnar og Flugmálastjórnar til Svalbarða.


Flugstjórarnir Hafsteinn Heiðarsson og Sigurður Ásgeirsson, Þórarinn Ingi Ingason þyrluflugmaður og Páll Geirdal yfirstýrimaður í flugdeild.


Húsakynni á Svalbarða séð úr þyrlu Arilift.