Varðskipið Týr aðstoðaði Fjellmoye

Mánudagur 27. júní 2005.

Varðskipið Týr kom norska línubátnum Fjellmoye til aðstoðar um helgina er varðskipið dró bátinn til móts við dráttarbát frá Noregi. 

Vélin í Fjellmoye hrundi í orðsins fyllstu merkingu er skipið var statt suðaustur af landinu og kom varðskipið til hjálpar á föstudagskvöldið.  Týr var síðan með Fjellmoye í togi allan laugardaginn og fram yfir miðnætti aðfararnótt sunnudagsins er dráttarbáturinn frá Noregi mætti þeim u.þ.b. 12 sjómílur norðaustur af Færeyjum.

Dagmar Sigurðardóttir
upplýsingafulltrú.


Fjellmoye í togi. Mynd: Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður á Tý.