Áhöfn TF-LIF sótti slasaðan vélsleðamann á Langjökul

Föstudagur 27. maí 2005.

Læknir í Borgarnesi hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 21:57 og óskaði eftir aðstoð vegna manns sem hafði lent í vélsleðaslysi á suðvestanverðum Langjökli.

Áhöfn TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var þegar kölluð út og fór þyrlan í loftið kl. 22:24.  Hún lenti með manninn við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 23:20.

Sjá meðfylgjandi mynd sem áhöfn TF-LIF tók á Langjökli í kvöld.

Dagmar Sigurðardóttir
upplýsingaftr.


Frá slysstað.