Eyðingarmáttur sprengja og vélmenni til sprengjueyðingar sýnd á námskeiði fyrir lögreglumenn

Þriðjudagur 8. febrúar 2005.

 

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar héldu fyrirlestur um sprengiefni og hryðjuverkasprengjur og sýndu dæmi um mátt sprengiefnis á námskeiði sem nýlega var haldið fyrir Lögregluna í Reykjavík.  Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar stóð fyrir námskeiðinu sem stóð í vikutíma en Landhelgisgæslan hefur séð um þennan þátt námskeiðsins sl. þrjú ár.

 

Að sögn Adrians King sprengjusérfræðings hjá Landhelgisgæslunni voru nokkrar sprengjur sprengdar til að sýna eyðingarmátt mismunandi sprengiefnis sem notað er í heimatilbúnar sprengjur, þ.m.t. hryðjuverkasprengjur.  Einnig var ný sérhönnuð bifreið sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar sýnd og vélmenni sem danski landherinn gaf Landhelgisgæslunni í fyrra. 

Vélmennið verður til sýnis í Smáralind föstudaginn 11. febrúar næstkomandi á 112-deginum þar sem búnaður viðbragðsaðila í landinu verður sýndur.  Þar verða einnig þyrla Landhelgisgæslunnar og sérútbúna bifreið sprengjudeildarinnar. Sýningin verður á bílaplaninu við Smárabíó klukkan 15-18. 


Dagmar Sigurðardóttir

fjölmiðlaftr.

 


Mynd LHG/Jónas Þorvaldsson sprengjusérfræðingur: Leiðbeinendur og þátttakendur á námskeiðinu fyrir framan sérútbúnu bifreið sprengjudeildarinnar og vélmennið í forgrunni.