Öryggisvika sjómanna sett um borð í Sæbjörgu

Föstudagur 24. september 2004.

Öryggisvika sjómanna var formlega sett í morgun um borð í Sæbjörgu, skipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, við Reykjavíkurhöfn.  Fyrirhugað var að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri myndu síga úr þyrlu Landhelgisgæslunnar niður í skipið en vegna veðurs varð að hætta við það. 

Samgönguráðherra hélt opnunarræðu þar sem hann sagði m.a. að öryggi sjófarenda væri best tryggt með góðri og stöðugri þjálfun sjómanna og samstilltu átaki stjórnvalda, útgerðar og sjómanna á sviði öryggismála.  Síðan setti hann formlega öryggisviku sjómanna með því að þeyta lúður Sæbjargar.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.

Mynd DS: Sturla Böðvarsson samgönguráðherra heldur opnunarræðu.  Frá vinstri Unnur Sverrisdóttir lögfr. í samgönguráðuneytinu, samgönguráðherra, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Hermann Guðjónsson siglingmálastjóri.

Mynd DS: Gestir um borð í Sæbjörgu hlýða á ræðu ráðherra.

Mynd DS:  Samgönguráðherra flautar inn öryggisviku sjómanna ásamt skólastjóra slysavarnarskóla sjómanna og skipstjóra Sæbjargar, Hilmari Snorrasyni.

 

Mynd DS: Kristbjörn Óli Guðmundsson framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Guðjón Ármann Eyjólfsson fyrrverandi skólastjóri Stýrimannaskólans, Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður og formaður samgöngunefndar, Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri og Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar.

Mynd DS: Kristján Þ. Jónsson yfirmaður gæsluframkvæmda ræðir málin við Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra.