Einn maður komst af er kanadísk skúta sökk í gær

Þriðjudagur 31. ágúst 2004.

Einn maður komst af er kanadísk skúta sökk í gær.  Félagi hans var látinn er TF-LIF kom á svæðið. Mennirnir voru á leið frá Kanada og var ferðinni heitið til Noregs. Þeir höfðu verið í þrjár vikur á siglingu er slysið átti sér stað.  Þeir höfðu ætlað að dvelja í viku á Íslandi áður en þeir héldu af stað til Noregs.

Vel gekk að hífa mennina um borð í TF-LIF.  Í áhöfn TF-LIF voru Jakob Ólafsson flugstjóri, Björn Brekkan flugmaður, Einar Valsson stýrimaður, Auðunn F. Kristinsson stýrimaður, Reynir G. Brynjarsson flugvirki/spilmaður og Jón Magnús Kristjánsson læknir.  Auðunn var sigmaður í þessari ferð.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.

Mynd frá björgunarstjórnstöðinni í Halifax:  Kanadíska skútan Silver á siglingu. 

Mynd Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður: Skipbrotsmaðurinn ásamt Einari Valssyni stýrimanni við komuna til Reykjavíkur í gær.