Viktoría Áskelsdóttir syndir yfir Breiðafjörð - Fékk aðstoð léttbáts varðskipsins Ægis á hluta leiðarinnar

Þriðjudagur 3. ágúst 2004.

Sjá meðfylgjandi myndir sem teknar voru frá varðskipinu Ægi og léttbát varðskipsins á Breiðafirði í gær er Viktoría Áskelsdóttir synti einn af nokkrum áföngum sunds síns yfir Breiðafjörð til styrktar Unicef. Sjá heimasíðu Viktoríu á slóðinni:

http://www.unicef.is/sund/

Viktoría fékk aðstoð léttbáts varðskipsins Ægis í klukkustund í gær á hluta leiðarinnar. Stýrimaður varðskipsins, Hreggviður Símonarson, sigldi með Viktoríu á léttbátnum frá Stykkishólmi út í Fagurey. Þaðan synti hún í norðurátt í eina klukkustund og fylgdi léttbáturinn til öryggis.

Á myndum má sjá Viktoríu á sundi og um borð í léttbátnum ásamt Hreggviði. Einnig eru myndir af varðskipsnemum úr 10. bekk grunnskóla sem sátu um borð í léttbátnum á meðan hann fylgdi Viktoríu á sundinu.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.