Nýr flugstjóri þjálfaður

Miðvikudagur 5. mars 2004.

Nýlega tók áhöfn björgunarbátsins Ásgríms S. Björnssonar, sem er í eigu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, þátt í æfingu með þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-SIF.  Tilgangur æfingarinnar var að þjálfa Sigurð Ásgeirsson verðandi flugstjóra í flugdeild Landhelgisgæslunnar í aðflugi að skipum og hífingum úr þeim.  Meðfylgjandi er myndasyrpa sem tekin var á meðan á æfingunni stóð.  Það var Einar Örn Jónsson í áhöfn björgunarbátsins sem tók myndirnar. 

Á einni myndinni má sjá Sigurð Ásgeirsson flugstjóra í flugstjórasætinu en hann naut leiðsagnar Benónýs Ásgrímssonar yfirflugstjóra. 

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.

Mynd: Áhöfn björgunarbátsins. Þar á meðal er Ásgrímur Ásgrímsson deildarstjóri sjómælingadeildar hjá Landhelgisgæslunni en hann er skipstjóri björgunarbátsins í frítíma sínum.

 

 

Mynd: Sigurður Ásgeirsson einbeittur í flugstjórasætinu.

Mynd: Magnús Örn Einarsson skipstjórnarmaður hjá Landhelgisgæslunni og sigmaður.

Mynd: Björn Haukur Pálsson skipstjórnarmaður hjá Landhelgisgæslunni og Borgþór Hjörvarsson sem er í áhöfn björgunarskipsins.