Varðskip dró Síldey NS-25 til hafnar

Þriðjudagur 28. október 2003.

Skipstjóri Síldeyjar NS-25 hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í gærmorgun og óskaði eftir aðstoð þar sem skipið var vélarvana eftir að hafa fengið veiðarfæri  í skrúfuna.  Það var þá statt 60 sjómílur norðaustur af Dalatanga. Varðskip hélt þá í átt til skipsins og var komið að því um tvöleytið í gærdag.  Skipin komu til hafnar á þriðja tímanum í nótt.  Nokkuð hvasst var á leiðinni en vel gekk að draga skipið til hafnar.

Síldey er 250 tonna línuskip með heimahöfn á Seyðisfirði. Sjá meðfylgjandi mynd sem Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður á varðskipinu tók í gær.

Dagmar Sigurðardóttir
upplýsingafulltrúi