Myndir frá björgun Polarsyssel

Fimmtudagur 10. apríl 2003.

Meðfylgjandi myndir voru að berast frá varðskipinu sem kom til bjargar norska selveiðiskipinu Polarfangst í gær.  Á fyrri myndinni má sjá þegar varðskipið tók Polarsyssel í tog við ísröndina, 36 sjómílur undan strönd Grænlands. Á seinni myndinni má sjá þegar varðskipsmenn fóru á léttbát með dælur yfir í Polarsyssel.  Skipið sem er nær er norska selveiðiskipið Polarfangst en TF-LÍF sótti fótbrotinn skipverja úr áhöfn þess um borð í varðskipið í nótt.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands