Þyrla og varðskip héldu til aðstoðar áhöfn Gunnhildar

Þriðjudagur 18. mars 2003.

Reykjavíkurradíó hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 8:16 og tilkynnti að báturinn Gunnhildur ST-29 væri með í skrúfunni og væri að reka að landi við Hafnir.  Áhöfn TF-LÍF var þegar kölluð út og tók þyrlan á loft kl. 8:37.  TF-LÍF var komin á staðinn kl. 8:48 og leit þá út fyrir að bátinn væri að reka frá landi.  Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar komu björgunarsveitarmenn á Zodiac-bát fyrst að Gunnhildi og tóku hana í tog en síðar kom björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein, og dró Gunnhildi til hafnar. 

Varðskipi Landhelgisgæslunnar sem statt var í grendinni var einnig gert viðvart og var því þegar siglt á fullri ferð í átt að Höfnum.  Þyrlu og varðskipi Landhelgisgæslunnar var snúið til baka þegar Reykjavíkurradíó tilkynnti að hættan væri liðin hjá. 

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands