Kafarar Landhelgisgæslunnar hreinsuðu veiðarfærin úr skrúfu Hrafns GK-111

Laugardagur 22. febrúar 2003.

Er varðskip hafði dregið Hrafn GK-111 til Hafnarfjarðar í gær, var hafist handa við að hreinsa veiðarfærin úr skrúfunni.  Sex kafarar Landhelgisgæslunnar unnu frá kl. 16:12 í gær til kl. 5:37 í morgun, eða í rúmlega 13 klst., við að hreinsa skrúfuna. 

Hrafn hafði misst botnvörpuna og þegar reynt var að slæða hana upp, skaut henni undir skipið og festist hún þá í skrúfunni.  Hrafn hélt til veiða að nýju fljótlega eftir að kafarar höfðu lokið störfum. 

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi

Landhelgisgæslu Íslands

 

Mynd: Jón Páll Ásgeirsson stýrim. á v/s TÝ.  Á myndinni eru Baldur Árnason háseti á TÝ og Friðrik Friðriksson varðstjóri í stjórnstöð en báðir starfa einnig sem kafarar hjá LHG.

Mynd: Jón Páll Ásgeirsson stýrim. á v/s TÝ. Hrafn GK-111 að koma inn til Hafnarfjarðar.