XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXx

Miðvikudagur 12. febrúar 2003.

Það var mat læknis, er risaolíuskipið Dundee kallaði eftir aðstoð vegna slasaðs sjómanns, að ekki þyrfti að sækja hinn slasaða með þyrlu.  Flugveður var slæmt og áverkar mannsins ekki það alvarlegir að nauðsynlegt væri að flytja hann á sjúkrahús í hasti.  Hins vegar var það talið heppilegra, að sækja manninn við fyrsta tækifæri, heldur en að segja skipstjóra olíuskipsins að sigla áleiðis til hafnar.  Risaolíuskipið Dundee er einbotna skip og ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir íslenskt þjóðarbú ef slíkt olíuskip yrði fyrir óhappi við Íslands strendur. Því var tekin ákvörðun um að sækja hinn slasaða heldur en að fá olíuskipið nær landi.