Sjúkraflug TF-LÍF til Stykkishólms

Föstudagur 7. febrúar 2003.

Læknir á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 9:31 vegna hjartveiks manns sem þurfti að komast tafarlaust á sjúkrahús í Reykjavík.  TF-LÍF fór í loftið kl. kl. 9:56 og var komin til Stykkishólms kl. 10:26.  Þaðan var haldið af stað kl. 11 og lent á Reykjavíkurflugvelli kl. 11:33.  Þar beið sjúkrabíll sem flutti sjúklinginn á Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut. Ekki er vitað um líðan sjúklingsins að svo stöddu.

Flugið tókst vel en ókyrrð var í lofti yfir Snæfellsnesi, skýjað og éljagangur.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands