Ítalska herskipið SAN GIUSTO heimsækir Ísland

Föstudagur 6. september 2002.

Ítalska herskipið SAN GIUSTO kemur til Reykjavíkur mánudaginn 9. september nk.og verður til fimmtudagsins 12. september. Skipið verður sýnt almenningi nk. mánudag frá kl. 15 til 17 og þriðjudag og miðvikudag frá kl. 14 til 17.

Skipherra SAN GIUSTO er Paolo Sandalli en auk áhafnar er þar 41 yfirmaður í þjálfun og 135 liðsforingjaefni úr herskólanum í Livorno. Samtals eru 428 sjóliðar um borð og þar af 34 konur.

Skipið er ekki einungis notað í hernaðarlegum tilgangi.  Það er vel búið björgunarskip sem hefur verið mikið notað í þágu almannavarna í Evrópu að undanförnu.  Áhöfn skipsins mun meðal annars nota tækifærið og kynna sér starfsemi Landhelgisgæslunnar á meðan á heimsókninni stendur.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands