Dragnótarbátur staðinn að ólöglegum veiðum

Þriðjudagur 3. september 2002.

Varðskip stóð dragnótarbát að ólöglegum veiðum á Breiðarfirði um hádegisbilið í gær. Báturinn hafði engar aflaheimildir og hvorki almennt veiðileyfi né dragnótarveiðileyfi.  Þá kom í ljós er löggæslumenn frá varðskipinu höfðu farið um borð að enginn yfirvélstjóri var á bátnum.  Skipstjóri bátsins fékk fyrirmæli um að halda til hafnar á Flateyri þar sem lögregla tók á móti honum um áttaleytið í gærkvöldi.  Málið hefur verið kært til sýslumannsins á Patreksfirði.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands