Æfing sprengjusérfræðinga haldin samhliða Samverði 2002

Þriðjudagur 18. júní 2002.

Á kynningarfundi sem haldinn var í utanríkisráðuneytinu í dag vegna almannavarnaræfingarinnar Samvarðar 2002 var sagt frá æfingu sprengjusérfræðinga sem haldin verður á varnarsvæðinu samhliða Samvarðaræfingunni. Æfingin hefur hlotið heitið ,,Northern Challenge" og hefur sprengjudeild Landhelgisgæslunnar skipulagt hana. Þátttakendur verða frá Eistlandi, Bretlandi, Danmörku og Bandaríkjunum auk Íslands.

Sprengjudeild Landhelgisgæslu Íslands sér nú alfarið um sprengjueyðingu fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli en sprengjudeildin þar var lögð niður í kjölfarið á sérstökum samningi þar sem Landhelgisgæslan tók að sér þá starfsemi.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands