Kynningarfundur - ný flugvél - nýtt skip og nýr árangursstjórnunarsamningur

  • Kynningarfundur í flugskýli 9. maí 2007

Miðvikudagur 9. maí 2007.
Kynningarfundur var haldinn í flugdeild Landhelgisgæslunnar í dag þar sem starfsfólk fræddist um gerð og eiginleika nýrrar flugvélar og nýs varðskips sem verið er að smíða fyrir Landhelgisgæsluna. Einnig var farið yfir nýjan árangursstjórnunarsamning við dómsmálaráðuneytið sem var undirritaður sl. mánudag.

Auðunn F. Kristinsson yfirstýrimaður lýsti eiginleikum nýju eftirlitsflugvélarinnar. Ingvar Kristjánsson forstöðum. skipatæknistjórn kynnti nýja varðskipið og í lokin fór Svanhildur Sverrisdóttir starfsmannastjóri yfir árangursstjórnunarsamninginn.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Kynningarfundur í flugskýli 9. maí 2007
Auðunn F. Kristinsson yfirstýrimaður lýsti eiginleikum nýju eftirlitsflugvélarinnar. Mynd: DS.

Kynningarfundur í flugskýli 9. maí 2007
Ingvar Kristjánsson forstöðum. skipatæknistjórn sýndi starfsmönnum nýja varðskipið sem er í smíðum. Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson.

Kynningarfundur í flugskýli 9. maí 2007
Svanhildur Sverrisdóttir starfsmannastjóri fór yfir árangursstjórnunarsamninginn sem Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra undirrituðu í Þjóðmenningarhúsinu mánudaginn 7. maí sl. Mynd: DS.

Kynningarfundur í flugskýli 9. maí 2007

Fundarmenn fræðast um allar nýjungarnar. Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson