Fréttayfirlit: október 2013 (Síða 2)

Þyrla kölluð út eftir slys í Stykkishólmi

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:12 beiðni frá lækni í Stykkishólmi um aðstoð þyrlu eftir að ekið var á konu í bænum. Eftir samráð við þyrlulækni var þyrla kölluð út og fór hún í loftið kl. 18:44. Lent var á flugvellinum í Stykkishólmi kl. 19:19 og var hin slasaða flutt um borð í þyrluna. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 20:16.

Gná kölluð út vegna alvarlegra veikinda

GNA3_BaldurSveins

Þegar Gná var við æfingar eftir hádegi í dag barst beiðni frá 112 um aðstoð þyrlu vegna alvarlegra veikinda við Geysi í Haukadal. Lent var við Geysi kl. 15:17 og var sjúklingur fluttur um borð í þyrluna. Farið var að nýju í loftið kl. 15:25 og lent við Landspítalann í Fossvogi kl. 15:45.

Áhöfn v/s Þór við ýmsar æfingar - skipið klárt fyrir útkall

Að undanförnu hefur áhöfn varðskipsins Þórs verið við ýmsar æfingar um borð sem er liður í síþjálfun áhafna og nauðsynlegur þáttur fyrir störfin um borð. Varðskipið hefur verið staðsett í Reykjavík, það er fullmannað og klárt fyrir útköll. Í morgun fór fram æfing í sjúkraflutningum þar sem sett var á svið slys í vélarrúmi fiskiskips. Tveir menn voru slasaðir og þurfti að flytja þá um borð í varðskipið til aðhlynningar.

Þyrlan Syn verður útbúin nætursjónaukum

SYN

Sýn, þyrla Landhelgisgæslunnar mun á næstu vikum fara í reglubundna skoðun og endurbætur. Skoðunin er nokkuð umfangsmikil en auk þess verður þyrlan útbúin nætursjónaukabúnaði. Flugvélin Sif er við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi fyrir Frontex. Á meðan sinna þyrlurnar Líf og Gná verkefnum flugdeildar Landhelgisgæslunnar.

TF-LÍF fór í sjúkraflug á Vestfirði

Vegna óhagstæðra veðuraðstæðna var í gærkvöldi óskað eftir að TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar myndi taka að sér aðkallandi sjúkraflug á Patreksfjörð þar sem ekki var hægt fyrir sjúkraflugvél að lenda á svæðinu. 

Norrænir sérfræðingar í sjókortagerð hittust í Reykjavík

Á dögunum hittist í Reykjavík vinnuhópur norrænna sérfræðinga í gerð sjókorta, Nordic Chart Production Expert Group. Vinnuhópurinn er skipaður af norræna sjómælingaráðinu (Nordic Hydrographic Commission). Sérfræðingarnir hittast á tveggja til þriggja ára fresti til að ræða sameiginleg málefni en þau geta verið af ýmsum toga.

Fékk viðurkenningu fyrir 5000 hífingar

Jón Erlendsson yfirflugvirki og spilmaður fékk í dag veitta viðurkenningu fyrir þann merka áfanga að hafa tekið 5000 hífingar á þyrlum Landhelgisgæslu Íslands. Jón hóf störf hjá LHG í október 1997 og hefur verið í þyrluáhöfn síðan 1998.

Þrettándu æfingu sprengjusérfræðinga hér á landi lokið

Æfingunni Northern Challenge lauk í gær eftir tveggja vikna þjálfun bæði á sjó og landi. Æfingin fór fram á Keflavíkurflugvelli og á fyrrum varnarsvæðum utan hans, í höfninni í Helguvík, Patterson svæðinu og í Hvalfirði.

Feilboð urðu til þess að varðskipið Þór þeytti flautur sínar

Landhelgisgæslu Íslands þykir afar leitt og biðst velvirðingar á að borgarbúar hafi orðið fyrir ónæði í gærkvöldi þegar eldvarnakerfi varðskipsins Þórs fóru í gang. Ekki var hætta á ferðum en feilboð í viðvörunarkerfi urðu til þess að þokulúðrarnir fóru af stað en unnið er að því að finna orsökina og eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.

Síða 2 af 2