Fréttayfirlit (Síða 5)

Þyrlusveit og björgunarsveitir björguðu pilti úr sjálfheldu

20230901_004048

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Austurlandi björguðu pilti úr sjálfheldu á Kambfjalli inn af Fáskrúðsfirði í nótt. Pilturinn sat fastur á þverhníptri skoru í rúmlega 400 metra hæð.

Æft með dönsku og færeysku varðskipi

IMG_0989_1693491603619

Áhöfnin á varðskipinu Freyju æfði leitar- og björgunaraðgerðir með áhöfn danska varðskipsins Hvidbjornen og færeyska varðskipsins Brimil, suðvestur af Færeyjum í vikunni. Æfingin hófst á reykköfunaræfingum um borð í færeyska skipinu sem gekk út á að finna þrjá menn sem voru týndir.

Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu vegna haustlægðarinnar

Olduspa

Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu við sjávarsíðuna og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum vegna fyrstu haustlægðarinnar. Veðurspár gera ráð fyrir hvassviðri af suðaustri í fyrstu og síðan suðvestri.

Samæfing Áhafna Freyju og Sigurvins

Vardskipid-Freyja-og-bjorgunarskipid-Sigurvin

Áhafnirnar á varðskipinu Freyju og björgunarskipinu Sigurvin héldu samæfingu á Siglufirði á dögunum. Markmið æfingarinnar var meðal annars að láta reyna á dráttargetu Sigurvins og þar var ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur því Sigurvin var látinn taka varðskipið Freyju í tog.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna veikinda um borð í skemmtiferðaskipi

Hifing

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna veikinda um borð í skemmtiferðaskipi sem var við akkeri í Dynjandisvogi. Áhöfnin á TF-EIR tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10:45 og var komin að skipinu um klukkustund síðar.

Þungir rafgeymar fluttir með þyrlu í Málmey

IMG_2150

Á fimmtudag var farið í vitann í Málmey í Skagafirði sem ekki var hægt að klára fyrr í sumar. Nauðsynlegt var að fá þyrlu til aðstoðar því flytja þurfti tvo þunga rafgeyma sem skipta þurfti um.

Sjómælingagögn til Þjóðskjalasafns

Arni-Vesteinsson-Sigridur-Ragna-Sverrisdottir-og-Thordur-1

Fyrsti hluti af gagnaskilum sjómælinga- og siglingaöryggisdeildar Landhelgisgæslunnar til Þjóðskjalasafnsins fer fram í dag.

Viðbragðstími þriggja útkalla styttist umtalsvert með því að kalla þyrlu út frá Akureyri

Image00009_1692011507132

Viðbragðstími þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar styttist umtalsvert um helgina með því að kalla þyrlur stofnunarinnar bæði út frá Akureyri og Reykjavík.

Sjö útköll um helgina

Image00007_1692011507028

Helgin hefur verið annasöm hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem hefur sinnt sjö útköllum frá föstudegi.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annast útköll frá Akureyri um helgina

Hluti-ahafnar-Elvar-Steinn-Thorvaldsson-sigmadur-Johannes-Johannesson-flugmadur-og-Sigurdur-Benediktsson-laeknir-verda-til-taks-fyrir-nordan

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annast útköll helgarinnar frá Akureyri og Reykjavík. Áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, flýgur norður á Akureyri síðar í dag þar sem hún verður til taks fram á sunnudag. Hin þyrluvaktin verður í viðbragðsstöðu í Reykjavík.

Sjónarhorn þyrluflugmannsins

IMG_4223-4-

Sjónarhorn flugmannsins. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, lendir á Egilsstaðaflugvelli í gær að loknu eftirlitsflugi. Þetta skemmtilega timelapse sýnir aðflugið og lendinguna á Egilsstaðaflugvelli.

Surtseyjarfarar sóttir

IMG_4304-2-

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðaði vísindamenn við að flytja búnað og mannskap úr Surtsey á dögunum.

Þyrlusveitin kölluð fjórum sinnum út yfir verslunarmannahelgina

Image00020_1691494564080

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var fjórum sinnum kölluð út um helgina. Áhafnirnar á TF-GNA og TF-GNA og TF-GRO önnuðust útköll yfir verslunarmannahelgina frá Akureyri og Vestmannaeyjum.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnir útköllum helgarinnar frá á Akureyri og Vestmannaeyjum

20230720_182618-0-

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar verður staðsett á Akureyri annars vegar og í Vestmannaeyjum hins vegar um helgina og mun annast útköll þaðan.

Áhöfnin á Þór fór í eftirlit í uppsjávarskip

IMG_0044

Á dögunum fór áhöfnin á varðskipinu Þór í eftirlit í nokkur íslensk uppsjávarskip sem voru á makrílveiðum djúpt suðaustur af landinu.

Rákust á borgarísjaka í eftirlitsflugi

IMG_5804

Í eftirlitsflugi áhafnarinnar á TF-GNA á dögunum varð þyrlusveitin vör við radarsvar í ratsjá þyrlunnar þegar flogið var utan við Smiðjuvík á Vestfjörðum. Haldið var að merkinu sem var í 12 sjómílna fjarlægð og reyndist það vera ísjaki.

Síða 5 af 7