Fréttir

Cókó og kleins til styrktar LHG - 29.1.2018

Bræðurnir Daníel og Róbert Stefánssynir hafa að undanförnu selt kakó og kleinur, eða cókó og kleins, vestur á Seltjarnarnesi. Á föstudaginn heimsóttu þeir flugskýli Landhelgisgæslunni til að afhenda hluta af ágóðanum af veitingasölunni auk þess að kynna sér starfsemina frá fyrstu hendi. 

Lesa meira

Nánast eitt útkall á dag - 22.1.2018

Það sem af er ári hafa þyrlur Landhelgisgæslunnar verið kallaðar tuttugu sinnum út, nánast einu sinni á dag. Þetta eru mun fleiri útköll en á sama tíma á metárinu í fyrra. 

Lesa meira

Ekkert lát á fjölgun útkalla hjá flugdeild - 16.1.2018

Útköllin hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar á nýliðnu ári voru samtals 257 og hafa aldrei verið fleiri. Í fyrra voru útköllin 66 prósent fleiri en árið 2011. Forgangsútköllum fjölgaði. Þá fjölgaði erlendum sjúklingum og slösuðum á milli ára. 

Lesa meira

LHG undirritar mikilvæga viljayfirlýsingu - 12.1.2018

Landhelgisgæslan hefur undirritað viljayfirlýsingu um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Fulltrúar LHG sóttu fund Vinnueftirlitsins sem haldinn var um þetta þýðingarmikla málefni. 

Lesa meira

Þyrlan flutti veikan sjómann á spítala - 12.1.2018

TF-LIF sótti í nótt veikan sjómann á íslensku fiskiskipi og flutti á Sjúkrahúsið á Akureyri. Skipið var þá statt um sextíu sjómílur norðnorðvestur af Siglufirði. 

Lesa meira

Sjúkraflug í suðaustanstormi - 11.1.2018

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag sjúkling til Vestmannaeyja en þar geisaði suðaustanstormur svo ekki var unnt að senda flugvél. Aðstæður voru krefjandi í Eyjum í dag vegna veðurofsans. Í gær sótti þyrlan veikan sjómann í fiskiskip á Deildargrunni. 

Lesa meira

Dýptarkort unnið með hraði - 9.1.2018

Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar hafði hraðar hendur um helgina og útbjó bráðabirgðakort af höfninni og innsiglingunni í Flatey í tengslum við vatnsdælingu úr varðskipinu Þór. Nýjar mælingar voru gerðar þarna í fyrrasumar en úrvinnslu þeirra er ekki að fullu lokið. 

Lesa meira

Annasamt á Hótel Grænuhlíð - 9.1.2018

Fá skip eru á sjó þessa stundina enda suðaustanstormur og bræla á miðunum. Stöðumynd stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sýnir að nokkur skip leita vars undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi.  

Lesa meira

Viðbúnaður vegna vélarvana skips - 8.1.2018

Talsverður viðbúnaður var settur í gang í gærkvöld eftir að vélar flutningaskipsins Hoffells biluðu í mynni Reyðarfjarðar. Björgunarsveitir á svæðinu voru kallaðar út og þyrla Landhelgisgæslunnar fór austur. Skipverjum tókst loks að koma vélunum í gang og sigla til Reyðarfjarðar. 

Lesa meira

Varðskipið dældi vatni í Flatey - 7.1.2018

Varðskipið Þór dældi í gær þrjátíu tonnum af ferskvatni í Flatey en vatnsbirgðir þar voru orðnar litlar. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti um svipað leyti mann sem slasaðist í eynni til læknis í Stykkishólmi. 

Lesa meira

Áfengismælar í varðskipin - 4.1.2018

Fjölmargir úr starfsliði Landhelgisgæslunnar hafa að undanförnu setið námskeið í meðferð áfengismæla og fíkniefnaprófa. Slíkir mælar og próf eru nú um borð í varðskipunum en líka er gert ráð fyrir að áhafnir loftfara LHG hafi aðgang að þessum búnaði. 

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica