Loftför

Loftför

Öryggi - Þjónusta - FagmennskaTF-GNA

Árgerð 2001

Kom til landsins 2007.

Gerð: Tveggja hreyfla þyrla af tegundinni
Aerospatiale Super Puma AS-332L1.

Áhöfn: 2 flugmenn, 1 sigmaður, 1 spilmaður og 1 læknir, alls 5.
Farþegar: 20.
Hreyflar: 2stk. Turbomeca Makila IA1. 1783 hestöfl hvor.
Hámarkshraði: 150 sjóm/klst. (270 km/klst).
Hagkvæmur hraði: 125 sjóm/klst. (225 km/klst).
Leitarhraði: 90 sjóm/klst. (162 km/klst).
Hámarks flugdrægi: 570 sjóm. (1125 km).
Hámarks flugþol: 4:45 klst.TF-GNA
Stærð: Mesta lengd á bol 16.3 metrar.
Mesta lengd á skrúfuferli 15.6 metrar.
Mesta breidd á bol 3.4 metrar.
Mesta hæð á bol 5 metrar.

TF-GNA getur tekið 2-3 sjúkrabörur.

Sérútbúnaður: Afísingarbúnaður (sem gerir kleift að fljúga í ísingu).
Fjögurra ása sjálfstýringu sem léttir flugmönnum flugið við erfiðar aðstæður.
Tvöfalt björgunarspil (annað rafmagnsdrifið og eitt vökvadrivið til vara), hitamyndavél, leitarljós og vörukrók undir vélinni og er mesta lyftigeta um 2700 kg miðað við bestu aðstæður. Svo er þyrlan útbúin utanáliggjandi neyðarflotum sem blásast upp við nauðlendingu í sjó.

Þyrlan er leigð af fyrirtækinu Knut Axel Ugland AS. (KAUH).