Fréttayfirlit: júní 2013 (Síða 2)

Áhöfn Þórs mældi Kolbeinsey

Kolbeinsey06062013Heimas

Áhöfn varðskipsins Þórs fór nýverið í land í Kolbeinsey og mældu eyjuna en hún er nú orðin tvískipt og hefur mjög látið undan ágangi sjávar, hafíss og veðra. Kolbeinsey er nyrsti punktur Íslands og var miðað við hana þegar fiskveiðilögsagan var færð út í 200 mílur og mörkuð var miðlína milli Grænlands og Íslands.

Mikil sjósókn í dag

Eftirlit á Breiðafirði - júní 2012

Strandveiðar eru nú í fullum gangi og 925 skip og bátar á sjó innan íslenska hafsvæðisins. Mikið er að gera í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar enda hafa ekki verið fleiri á sjó á árinu. Samkvæmt upplýsingum greiningardeildar aðgerðasviðs eru flestir með haffæris- og lögskráningarmál í lagi.

Varnarmálafulltrúar kynntu sér starfsemi LHG

VarnarmheimasIMG_2397

Landhelgisgæslan fékk í vikunni heimsókn varnarmálafulltrúa átta þjóða, Ítalíu, Kanada, Frakklands, Bandaríkjanna, Finnlands, Þýskalands, Bretlands og Hollands sem komu til að kynna sér öryggis- og varnarmál hér á landi.Áttu þeir m.a. fundi með varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins, Landhelgisgæslunni og ríkislögreglustjóra.

Varðskipið Þór á Bolungarvík og Flateyri um helgina

IMG_2017-(Large)

Varðskipið Þór tók um helgina þátt í hátíðahöldum sjómannadagsins á Bolungarvík og Flateyri. Farin var skemmtisigling með gesti og var skipið opið til sýnis. Einnig tók áhöfnin þátt í kappróðri og öðrum viðburðum helgarinnar. Á laugardag veitti Landhelgisgæslan viðtöku heiðursviðurkenningu fyrir einstakt björgunarafrek þyrluáhafnar TF-LIF við strand Jónínu Brynju ÍS-55

Ítalir koma til loftrýmisgæslu

AIR_Eurofighters_Italy_Top_lg

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný mánudaginn 10. júní nk. með komu flugsveitar ítalska flughersins. Alls munu um 150 liðsmenn ítalska flughersins taka þátt í verkefninu og koma þeir til landsins með sex F-2000 orrustuþotur, B767 eldsneytisvél og C130 birgðaflutningavél. Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og hugsanlega Egilsstöðum 12.-14. júní nk.

Börn úr Ölduselsskóla heimsóttu flugdeildina

_33A2291

Það var áhugasamur hópur barna úr Ölduselsskóla sem heimsótti nýverið flugdeild Landhelgisgæslunnar. Börnin skoðuðu bæði þyrluna Líf og flugvélina Sif en það var Thorben J. Lund yfirstýrimaður sem fræddi þau um tækin og flugdeildina. Börnin sýndu mikinn áhuga og margar skemmtilegar spurningar voru lagðar fyrir Thorben sem hann svaraði fumlaust enda vanur maður þar á ferð.

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

Domkirkja3

Sjómannadagshelgin er haldin hátíðleg víða um land með samkomum við allra hæfi. Varðskipið Þór tók í gær þátt í hátíðarhöldum á Bolungarvík og tekur varðskipið í dag þátt í hátíðarhöldum á Flateyri. Að venju á Sjómannadaginn var haldin athöfn við Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði.  Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og áhöfn frönsku skonnortunnar Etoile stóðu heiðursvörð og lagður var blómsveigur að Minningaröldum Sjómannadagsins. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra tók þátt í athöfninni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann frönsku stúlkuna

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann kl. 23:28 frönsku stúlkuna sem leitað hefur verið að frá því í gærkvöldi milli Vatnsdals og Dumbudals sem er austur af botni Skötufjarðar.  Var hún komin langleiðina yfir Skötufjarðarheiði. Konan var vel áttuð, köld og blaut en annars þokkalega á sig komin. Þyrlan lenti með konuna kl. 23:45 á Ísafirði. Ekki var ekki talin þörf á að flytja frönsku stúlkuna með þyrlunni til Reykjavíkur heldur var hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.

Landhelgisgæslan heiðruð á Sjómannadeginum í Bolungarvík

Thor_3_Bolvik

Landhelgisgæslan veitti í dag móttöku heiðursviðurkenningu Sjómannadagsins í Bolungarvík í ár vegna frækilegs björgunarafreks áhafnar TF-LÍF við strand Jónínu Brynju ÍS-55 við Straumnes þann 25. nóvember 2012. Varðskipið Þór leiddi í morgun hátíðarsiglingu skipa og báta í Bolungarvík og var skipið skipið síðan opið sýnis fyrir gesti hátíðarinnar.

Þyrla LHG tók þátt í leit að erlendri ferðakonu

Landhelgisgæslunni barst kl. 02:38 í nótt beiðni um aðstoð þyrlu frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leitar að ungri erlendri ferðakonu sem

hefur ekki sést frá því hún lagði af stað um klukkan tíu í gærmorgun og ætlaði í Heydal. Búið var að svipast um eftir konunni án árangurs.Þyrla var kölluð út og fór TF-LÍF í loftið kl.  03:18 til leitar. Leitað var í 3 ½ klst á svæðinu.

Síða 2 af 2