Fréttayfirlit

Viðbúnaður vegna skútu í vanda

Neyðarboð bárust frá bandarískri skútu snemma í morgun. Staðsetning sendisins var djúpt suðvestur af landinu. Flugvél Isavia fann skútuna á ellefta tímanum og voru allir um borð heilir á húfi. 

Tvö þyrluútköll um helgina

Þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti tveimur útköllum um helgina. Kona hrasaði á Bláhnjúki nærri Landmannalaugum og maður lenti í vinnuslysi í Rangárþingi ytra. Fólkið var flutt á sjúkrahús í Reykjavík. 

Þyrlur kallaðar út vegna slyss í Gullfossi

Tvær af þyrlum Landhelgisgæslunnar tóku í gær þátt í leit af manni sem talið er að hafi fallið í Gullfoss. Leitin hefur enn engan árangur borið. 

Þyrlan í eftirlisferð vegna lax- og silungsveiði

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar og veiðieftirlitsmenn frá Fiskistofu sinntu eftirliti með lax- og silungsveiði á laugardagskvöldið. Í einu tilviki voru afli og veiðarfæri gerð upptæk en bannað er að veiða lax í sjó. 

TF-SIF fann bát með flóttafólki

Áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar kom auga á seglskútu á Miðjarðarhafi sem vakti grunsemdir. Um borð var hópur af flótta- og farandfólki sem hefur nú verið komið í öruggt skjól.

TF-LIF æfði með þýskum kafbáti

Áhafnir þyrlunnar og þýska kafbátsins U-32 efndu til vel heppnaðrar björgunaræfingar á Faxaflóa í nýliðinni viku. Kafbáturinn var hér við land í tengslum við kafbátaeftirlitsæfingu Atlantshafsbandalagsins sem lauk fyrir skemmstu. 

TF-SIF í verkefni fyrir Frontex

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hélt nú í morgun áleiðis til Sikileyjar en næstu vikurnar sinnir vélin og áhöfn hennar landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex. Ráðgert er að flugvélin verði á Ítalíu þar til í lok ágúst.

Tvær þyrlur LHG kallaðar út

Þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem í gærkvöld var á leiðinni austur að Skaftá til að aðstoða franskan skátahóp, var snúið til Selfoss vegna alvarlegs slyss þar. Önnur þyrla var send til að koma skátunum til aðstoðar. 

Þyrlan kölluð út vegna gruns um neyðarblys

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöld vegna flugelds sem tilkynnt var um að sést hefði á himni nærri Þorlákshöfn. Björgunarsveitir tóku þátt í leitinni en ekkert fannst. Þyrlan sinnti nokkrum verkefnum um helgina. 

Varðskipið Týr tók þátt í Dynamic Mongoose

Varðskipið Týr hefur undanfarna viku tekið þátt í kafbátaeftirlitsæfingunni Dynamic Mongoose 2017, sem fram fer suður af landinu. Skipið hefur verið við rannsóknir og æfingar með Alliance, rannsóknarskipi Atlantshafsbandalagsins.

Sjófarendur hlusti á neyðarrásina

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur í tvígang undanfarinn sólarhring sett í gang talsverðan viðbúnað vegna báta sem dottið hafa úr ferilvöktun og ekki náðst samband við fyrr en seint og um síðir. Enn og aftur eru sjófarendur minntir á að hlusta á rás 16 og gæta að ferilvöktunarbúnaði sínum.

Tveir skipherrar bornir til grafar

Sigurjón Hannesson og Ólafur Valur Sigurðsson, fyrrverandi skipherrar hjá Landhelgisgæslunni, létust fyrr í þessum mánuði. Sigurjón verður jarðsunginn í dag en Ólafur Valur á morgun. Ástvinum þeirra er vottuð samúð.