Rafræn sjókort - ENC

Rafrænum sjókortum er dreift af sérstökum dreifingarmiðstöðum sem sjá um að öll gögn samræmist þeim staðli (S-57) sem ákveðin hefur verið af Alþjóðasjómælingastofnunni (IHO). 

Rafræn sjókort, ENC, eru opinber vigursjókort sem uppfylla skilyrði Alþjóðasjómælingastofnunarinnar (IHO) og hafa verið gefin út af opinberri sjómælingastofnun viðkomandi lands. Þessi kort eru einu vigursjókortin sem má nota í staðinn fyrir prentuð sjókort. Þau verður að nota í ECDIS, rafrænu sjókorta- og upplýsingakerfi.

Sjómælingasvið LHG hóf framleiðslu á ENC kortum 2006 og í dag eru nær öll prentuð sjókort komin út á sem rafræn sjókort.

Rafrænum sjókortum er dreift af sérstökum dreifingarmiðstöðum sem sjá um að öll gögn samræmist þeim staðli (S-57) sem ákveðin hefur verið af Alþjóðasjómælingastofnunni, IHO.  Sérstakar svæða dreifingarmiðstöðvar (Regional Electronic Navigational Chart Coordinating Centres (RENC) dreifa síðan rafrænum sjókortum til valdra söluaðila. Ástæður þessa fyrirkomulags er að það hefði kostað mikla fjármuni fyrir hverja stofnun að byggja upp eigin dreifingarmiðstöð. Tvær dreifimiðstöðvar eru í Evrópu, IC-ENC í Bretlandi og Primar í Noregi.


Íslensku rafrænu sjókortin 1. des 2010.

IC-ENC dreifir íslenskum sjókortum. Hér má sjá dreifingaraðilana: 

https://www.ic-enc.org/distribution  Lög og reglugerðir sem snerta rafræn sjókort

Neðangreint er úr reglugerð nr. 122/2004 um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd.  

Viðauka I,  
X. KAFLI - Siglingatæki og fyrirkomulag.
4. regla
Siglingaáhöld og sjóferðagögn

(1)   Um borð í skipum:

       a)   skulu vera hentug siglingaáhöld, sjókort og sjóferðagögn til að skipuleggja og sýna leið skipsins vegna fyrirhugaðrar ferðar og setja út og fylgjast með stöðum skipsins meðan á ferð þess stendur. Fallast má á að rafræn korta- og upplýsingakerfi (ECDIS) uppfylli kröfur í þessum undirlið um að sjókort skuli vera til staðar;

       b)   skal vera varabúnaður sem uppfyllir kröfurnar í lið .1 um virkni ef þessu hlutverki er fullnægt að hluta til eða að fullu með raftæknilegum búnaði.

(2) Sjókort og sjóferðagögn, svo sem siglingaleiðbeiningar, vitaskrár, tilkynningar til sjó­farenda, flóðatöflur og öll önnur nauðsynleg sjóferðagögn vegna fyrirhugaðrar ferðar skulu vera af nægilegum fjölda og leiðrétt.  

Í SOLAS-samþykktinni (alþjóðasamningi um öryggi mannslífa á hafinu), kafla V, reglu 19, segir m.a.

2.1 Öll skip án tillits til stærðar eiga að hafa:
(...)
2.1.4 sjókort og sjóferðargögn til að skipuleggja og sýna áætlaða leið skipsins og til þess að setja út og fylgjast með staðsetningu alla siglinguna; rafrænt sjókorta- og upplýsingakerfi (ECDIS) er hægt að samþykkja til að fullnægja skilyrðum þessarar  undirgreinar um sjókort um borð í skipum;
2.1.5 varakerfi til að fullnægja lágmarks skilyrðum fyrir virkni í undirgrein 2.1.4, ef þessi virkni er að hluta eða að fullu fullnægt með rafrænum hætti;

 

Frekari upplýsingar má finna:
Facts about Electronic Charts and Carriage Requirements upplýsingarit S-66 frá Alþjóðasjómælingastofnunni.
ECDIS and ENC Coverage – Follow up Study rannsóknarskýrsla frá Det Norske Veritas um ECDIS og rafrænsjókort (ENC)