Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Kynningarbæklingur


Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


USS Indiana kom í stutta þjónustuheimsókn - 11.10.2024

Áhöfnin á varðskipinu Freyju fylgdi bandaríska kafbátnum, USS Indiana, um landhelgina í vikunni. Kafbáturinn var hingað kominn í stutta þjónustuheimsókn og áhafnarskipti. Áhafnarskiptin fóru fram í Stakksfirði.

Norrænar strandgæslur funduðu í Eyjum - 3.10.2024

Árlegur fundur forstjóra strandgæslna í norrænu löndunum var haldinn í Vestmannaeyjum á dögunum. Saga Landhelgisgæslunnar tengist Vestmannaeyjum órjúfanlegum böndum og því þótti vel til fundið að halda fundinn í Eyjum að þessu sinni.

Northern Challenge hafin - 26.9.2024

Sprengjusérfræðingar frá 17 löndum munu á næstu tveimur vikum æfa viðbrögð við ýmsum ógnum á hinni árlegu Northern Challenge. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar annast og skipuleggur.

Samstarf þjálfunardeilda Icelandair og Landhelgisgæslu Íslands - 25.9.2024

Icelandair og Landhelgisgæsla Íslands hafa skrifað undir samning um samstarf í þjálfunarmálum. Þótt flugrekstur þessara aðila sé í eðli sínu ólíkur eru fjölmargir sameiginlegir snertifletir sem snúa að reglubundinni þjálfun áhafna þar sem öryggi er ávallt í fyrsta sæti.