Tilkynningar til sjófarenda
Tilkynningar er varða íslensk sjókort og leiðréttingar á þeim
Í Tilkynningum til sjófarenda eru einnig birtar ýmsar tilkynningar og aðvaranir er varða siglingar. Þá eru leiðréttingar á Vitaskrá birtar þar. Ritið er gefið út eftir þörfum en að jafnaði hefur það verið fimm til sex sinnum á ári.
Listi yfir tilkynningar til sjófarenda hefur að geyma upplýsingar um sjókort sem eru í gildi á hverjum tíma. Jafnframt er í listanum getið um leiðréttingar á sjókortunum.
Lykillinn að því að finna tilkynningar í tiltekið sjókort er að fara í listann yfir tilkynningar og finna þar viðkomandi kort og sjá þannig hvort um einhverjar tilkynningar er að ræða og þá hvaða.