Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Gleðilegt nýtt ár - annáll Landhelgisgæslunnar 2015 - 31.12.2015

Thor_RVK

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum og samstarfsaðilum gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða. Landhelgisgæslan hefur á að skipa öflugu starfsfólki sem leggur allan sinn metnað í að leysa farsællega úr þeim verkefnum sem þeim er treyst fyrir. Við þökkum landsmönnum það traust sem þeir hafa sýnt Landhelgisgæslunni og munum við áfram leggja metnað okkar í að vera til taks - með öryggi og fagmennsku að leiðarljósi. Hér má sjá nokkur atriði úr afar annasömu og viðburðarríku ári í starfsemi Landhelgisgæslunnar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir fimm erlenda göngumenn í Emstrur - 29.12.2015

Rétt fyrir hádegi í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni frá lögreglunni á Suðurlandi um að þyrla færi í Emstrur að sækja fimm erlenda göngumenn sem hafa verið á göngu yfir miðhálendið undanfarið.

Þyrlan lögð af stað frá Breiðdalsvík - 28.12.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú lögð af stað frá Breiðdalsvík áleiðis til Reykjavíkur með sjúklinginn frá Neskaupstað sem koma þarf undir læknishendur í Reykjavík.

Erfiðar veðuraðstæður í sjúkraflugi - þyrlunni tekist að komast á Breiðdalsvík - 27.12.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur frá því klukkan rúmlega fimm í dag freistað þess að komast á Neskaupstað til að sækja sjúkling sem koma þarf undir læknishendur í Reykjavík. Mikill stormur er á Austfjörðum og meðfram suðurströndinni sem gerir aðstæður allar erfiðar en þyrlunni hefur tekist að komast til Breiðdalsvíkur.

Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflug á Neskaupstað - 27.12.2015

Í dag kl 17:38 fór þyrla Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík áleiðis á Neskaupstað til að sækja nýbura sem koma þarf á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er fært fyrir sjúkraflugvél vegna aðstæðna.

Gleðileg jól - 24.12.2015

Landhelgisgæslan óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar   - 18.12.2015

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu í gær, fimmtudag saman til árlegrar jólastundar þar sem meðal annars hlýtt var á upplestur jólaguðspjallsins og starfsmenn er hófu töku eftirlauna á árinu heiðraðir.

Fjörutíu ár frá ásiglingu breskra dráttarbáta á varðskipið Þór innan 12 sjómílna landhelgi - 11.12.2015

Í dag, 11. desember eru liðin 40 ár frá því siglt var á varðskipið Þór af breskum dráttarbátum í mynni Seyðisfjarðar. Skipherrann á Þór, Helgi Hallvarðsson tók þá ákvörðun að skjóta að bátunum sem hrökkluðust í burtu. Þór stórskemmdist en engin slys urðu á áhöfn varðskipsins.

Vökul augu varðstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar - Þór sendur á vettvang - 8.12.2015

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar stóðu vaktina í óveðurstíðinni og fylgdust vel með allri skipaumferð um miðin en reynsla þeirra og þekking á aðstæðum hefur oftar en ekki skipt sköpum í aðstæðum eins og mynduðust í veðurofsanum.

Mikill viðbúnaður vegna neyðarkalls í Eyjafirði - 1.12.2015

Um kl. 14:45 í dag heyrðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar að kallað var í tvígang „MAYDAY, MAYDAY“ á rás 16, neyðar- og uppkallsrás skipa og báta. Kallið kom inn á móttökuloftnet sem staðsett er á Vaðlaheiði austan megin við Eyjafjörð. 

Eldur um borð í fiskibát - 25.11.2015

_MG_0659
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú klukkan 12 á hádegi neyðarskeyti frá bát sem staddur var rétt austan við Vestmannaeyjar en eldur hafði komið upp um borð.

Há sjávarstaða næstu daga - 24.11.2015

Sjavarhaedir

Landhelgisgæsla Íslands vill vekja athygli á hárri sjávarstöðu næstu daga en flóðhæð nær hæst 4,5 metrum.

Annasamar eftirlits- og löggæsluferðir varðskipanna - 11.11.2015

Varðskipið Þór kom til hafnar fyrir skemmstu eftir afar annasama eftirlits- og löggæsluferð um miðin. Í ferðinni var meðal annars lögð áhersla á almennt fiskveiði- og öryggiseftirlit um borð í skip og báta.

Varðskipið Þór stendur togara að meintum ólöglegum veiðum - 31.10.2015

Varðskipið Þór

Varðskipið Þór stóð togara að meintum ólöglegum veiðum norður af Vestfjörðum í morgun. Er þetta þriðja skipið sem varðskipið Þór stendur að meintum ólöglegum veiðum í þessari viku en það sem af er ári hefur Landhelgisgæslan merkt talsverða aukningu í landhelgisbrotum.

Yfirmaður sameiginlegra aðgerða sjóherja Atlantshafsbandalagsins heimsækir Landhelgisgæsluna - 31.10.2015

Mark Fergu­son aðmíráll og sjó­liðsfor­ingi í banda­ríska sjó­hern­um í Evr­ópu og Afr­íku og yfirmaður sameiginlegra aðgerða sjóherja Atlantshafsbandalagsins, heimsótti Landhelgisgæsluna og kynnti sér starfsemi hennar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Samstarfssamningur strandgæslna norðurskautsríkjanna á sviði leitar og björgunar undirritaður - 30.10.2015

Í dag var undirritaður samstarfssamningur strandgæslna norðurskautsríkjanna á sviði leitar og björgunar. Forstjóri Landhelgisgæslunnar undirritaði samstarfssamninginn fyrir hönd Landhelgisgæslunnar.

Síða 1 af 7