Brautryðjendur festir á filmu

Fyrsta áhöfn Þórs I

  • IMG_0566_1544008221448

5.12.2018 Kl 11:07

Landhelgisgæslunni bárust á dögunum afar skemmtilegar myndir sem sýna áhöfn fyrsta varðskips Íslendinga, Þórs I, árið 1924. Myndirnar voru í eigu dánarbús og voru gerðar eftir myndum sem Snorri frá Papey hafði í sínum fórum. Björgunarfélag Vestmannaeyja, sem fagnar aldarafmæli um þessar mundir, keypti danskt skip hingað til lands árið 1920 til að hafa eftirlit með fiskibátum Eyjamanna. Skipið fékk nafnið Þór og segja má að það hafi verið eins konar upphaf að landhelgisgæslu á Íslandi. Þegar Landsjóður keypti skipið af Eyjamönnum þann 1. júlí 1926 var Landhelgisgæsla Íslands stofnuð.

IMG_0566_1544008221448Áhöfn Þórs I

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður nafngreindi áhöfnina:

IMG_0572