Eftirlit áhafnar varðskipsins fest á filmu

Áhafnir varðskipa Landhelgisgæslunnar sinna reglulega eftirliti á hafinu umhverfis Ísland.

  • EFtirlit

13.3.2020 Kl: 17:14

Áhafnir varðskipa Landhelgisgæslunnar sinna reglulega eftirliti á hafinu umhverfis Ísland. Hlutverk hvers og eins áhafnarmeðlims er vel skilgreint og skipulagt svo allt gangi vel fyrir sig. Á dögunum var myndavélin tekin með þegar farið var í eftirlit um borð í dragnótarbátinn Hástein sem staddur var vestur af Vestmannaeyjum. 


Varðskipsmenn sinntu þar hefðbundnu eftirliti auk þess sem þeir mældu aflann. Það er skemmst frá því að segja að um borð var allt til fyrirmyndar. Myndavélin fékk að ganga á meðan áhöfnin ferðaðist til og frá varðskipinu.


Myndbandið gefur skemmtilega innsýn í störf þeirra sem sinna eftirliti á hafinu. 

Eftirlit áhafnar Þórs í febrúar