Fyrsta útkall Eirar

TF-EIR fór í sitt fyrsta útkall í dag.

  • IMG_4261

9.6.2019 Kl: 18:30

TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór í sitt fyrsta útkall síðdegis vegna slasaðrar göngukonu sem stödd var við Hásker á Öræfajökli. TF-EIR tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan 16 og lenti á vettvangi laust fyrir klukkan 16 og lenti á vettvangi klukkustund síðar. Læknir og sigmaður huguðu að konunni og studdu um borð í þyrluna. Flogið var með konuna á Freysnes þar sem ekki reyndist þörf á að flytja hana á sjúkrahús í Reykjavík.

Óhætt er að segja að með útkallinu hafi hafist nýr kafli í flugsögu Landhelgisgæslunnar en TF-EIR, sem er af gerðinni Super Puma H225, er tæknilegri, stærri, langdrægari, hraðfleygari en þær þyrlur sem Landhelgisgæslan hefur notað undanfarin ár.

Vélin færir Landhelgisgæsluna fyrr inn í nútímann en ráðgert var en hún er önnur tveggja véla af gerðinni Airbus H225 sem leysa leiguþyrlurnar TF-GNA og TF-SYN af hólmi. 

IMG_4251TF-EIR við komuna til landsins. MYND: Jón Páll Ásgeirsson