Óðinn sigldi á ný

Safnskipið Óðinn sigldi út á ytri höfn Reykjavíkur eftir langt hlé.

  • Odinn-2020

Safnskipið Óðinn sigldi út á ytri höfn Reykjavíkur í dag og aðalvélar skipsins voru ræstar í fyrsta sinn í 14 ár. Skipið gegndi hlutverki varðskips í um árabil en hefur undanfarin ár verið hluti af Sjóminjasafni Reykjavíkur. 

Það er óhætt að segja að nokkur eftirvænting hafi ríkt meðal meðlima Hollvinasamtaka Óðins og annarra gesta um borð þegar skipið leysti landfestar klukkan 13:00 í dag. Óðni var fylgt úr höfn af sjómælingaskipinu Baldri, varðbátnum Óðni, hafnsögubáti auk þyrlu Landhelgisgæslunnar en siglt var um ytri höfn Reykjavíkur.

Undanfarna mánuði hafa sjálfboðaliðar unnið að því hörðum höndum að gera vélar skipsins gangfærar og það var stór stund þegar aðalvélarnar voru loks ræstar eftir langt hlé. Í janúar voru 60 ár frá því að skipið kom nýsmíðað frá Danmörku og þótti eitt best búna björgunarskip í Norðurhöfum. 

Páll Geirdal var skipherra í siglingunni en um borð voru félagar í Hollvinasamtökum Óðins, Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Ásgrímur L. Ágrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, stjórn Sjóminjasafns Reykjavíkur auk annarra. Þá lögðu margir leið sína niður á höfn til að fylgjast með siglingunni.

Ferðin gekk vel enda voru aðstæður hinar bestu í nágrenni Reykjavíkur í dag.

Óðinn siglir á ný

96415418_181433576390678_6282332222447943680_nHollvinasamtök Óðins hafa stefnt að því lengi að sigla skipinu frá Reykjavík.97122077_1893897700740702_855478518094495744_nSkipið ber aldurinn vel en það kom nýsmíðað til landsins frá Danmörku árið 1960.97847549_2529657890633666_4272601459964510208_n-1-Hafnsögubátur, varðbáturinn Óðinn, þyrla Landhelgisgæslunnar og sjómælingaskipið Baldur fylgdu Óðni úr höfn.