Sameiginleg æfing með áhöfn Baldurs

Áhöfnin á TF-LIF og Breiðafjarðarferjunnar Baldurs æfðu saman norður af Flatey í júlí.

  • IMG_1867

20.8.2019 Kl: 15:08

Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar æfa reglulega með farþegaskipum hér við land og fyrr í sumar var slík æfing haldin með áhöfn Breiðafjarðarferjunnar Baldurs norður af Flatey. Þegar nýir læknar verða hluti af þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þurfa þeir að ljúka svokallaðri grunnþjálfun og æfingin um borð í Baldri fyrr í sumar var hluti af slíkri þjálfun.

Fyrir flug var haft samband við áhöfn Baldurs sem tók afar vel í beiðni Landhelgisgæslunnar um að halda sameiginlega æfingu. Hífingarnar fóru fram á síðu og stefni Baldurs í blíðskaparveðri í júlí. Landhelgisgæslan þakkar áhöfninni á Baldri kærlega fyrir gestrisnina enda er afar mikilvægt að þyrlusveit LHG og áhafnir farþegaskipa haldi æfingar sem þessar.

IMG_1862Gísli Valur Arnarsson, stýrimaður og sigmaður, kemur um borð í Baldur úr TF-LIF. 

IMG_1863Áhöfn Baldurs kunni réttu handtökin og var afar hjálpsöm.

IMG_1866Þegar læknar verða hluti af þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þurfa þeir að ljúka grunnþjálfun.

IMG_1874Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar æfa reglulega með áhöfnum farþegaskipa.IMG_1881Farþegar Baldurs fylgdust spenntir með æfingunni.IMG_1872Auðbergur Daníel Hálfdánarson tók myndirnar og gaf Landhelgisgæslunni góðfúslegt leyfi fyrir birtingu þeirra.