Steypuvinnu lokið í flaki El Grillo

Steypuvinnu Landhelgisgæslunnar til að koma í veg fyrir olíuleka frá tankskipinu El Grillo lauk síðdegis í dag.

  • St5

15.5.2020 Kl: 16:10

Steypuvinnu Landhelgisgæslunnar til að koma í veg fyrir olíuleka frá tankskipinu El Grillo lauk síðdegis í dag. Undanfarna daga hafa kafarar séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á varðskipinu Þór unnið að undirbúningi verksins. 

Í gær var hafist handa við að steypa fyrir lekann. Skipið liggur á 32 metra dýpi á botni fjarðarins en þar hefur skipið verið síðan því var sökkt í febrúar 1944. Sjö kafarar hafa unnið að verkinu neðansjávar. Sérstökum pramma var komið fyrir í firðinum og þaðan hefur aðgerðum verið stjórnað.

Ríkisstjórnin samþykkti í síðasta mánuði að verja fjármunum til þess að koma mætti í veg fyrir olíulekann og er verkefninu nú lokið.

Frá Steypuvinnunni