Þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út vegna leitar í Sölvadal

TF-LIF og TF-EIR flutti viðbragðsaðila norður í Sölvadal.

  • TF-EIR-fer-fra-Reykjavik-med-bjorgunarsveitarmenn-i-nott

12.12.2019 Kl: 9:52

TF-LIF og TF-EIR, þyrlur Landhelgisgæslunnar, fluttu í nótt fjóra kafara, lögreglumann og tíu sérhæfða björgunarsveitarmenn norður í Sölvadal þar leit fer fram í Núpá. TF-LIF lenti við Saurbæjarkirkju laust eftir klukkan eitt í nótt þar sem kafararnir fóru frá borði. Þyrlan var við leit á svæðinu til 4:30 en þá var skyggni farið að versna. TF-EIR var einnig kölluð út og tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli með tíu björgunarsveitarmenn klukkan 2:50 og lenti á Akureyrarflugvelli með björgunarsveitarmennina á fimmta tímanum. TF-EIR flaug að því búnu aftur til Reykjavíkur en TF-LIF er til taks á Akureyri. 

TF-EIR-fer-fra-Reykjavik-med-bjorgunarsveitarmenn-i-nott