Varðskipið Týr á leið til Vestfjarða

Varðskipið er væntanlegt vestur á firði í fyrramálið.

  • Image00004

16.3.2020 Kl: 20:55

Varðskipið Týr er nú á leið til Vestfjarða en þar er í gildi hættustig vegna snjóflóða á Flateyri og Patreksfirði. Á níunda tímanum í kvöld var skipið statt á Breiðafirði. Þar er NA-stormur og 6-8 metra ölduhæð eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Samkvæmt Thorben Lund, skipherra á Tý, má búast við því að töluvert bæti í vind og sjó eftir því sem vestar dregur í nótt.

Á vef Veðurstofunnar segir að búið sé að rýma íbúðarhús við Ólafstún á Flateyri og nokkur önnur hús ofarlega í bænum og tvö íbúðarhús við Urðargötu á Patreksfirði. Spáð er NA-hríð fram á miðvikudag. Gert er ráð fyrir að varðskipið Týr verði komið vestur á firði í fyrramálið.

Varðskipið Týr á leið til Vestfjarða

Image00003_1584393151731Samkvæmt Thorben Lund, skipherra á Tý, má búast við því að töluvert bæti í vind og sjó eftir því sem vestar dregur í nótt. Mynd: Kristinn Ómar Jóhannsson.