Fréttir

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi - 11.2.2016

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF er nú við landamæraeftirlit fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Flugvélin er staðsett á Sigonella á Sikiley og verður þar út mánuðinn. Störf áhafna varðskipa og flugvélar Landhelgisgæslunnar fyrir Frontex sl. ár eru afar öflugt framlag Íslands til leitar- og björgunarstarfa á syðri mörkum Schengen svæðisins sem hafa verið undir miklu álagi undanfarin ár

Lesa meira

112-dagurinn er í dag - 11.2.2016

112- dagurinn er í dag og efna Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins til afmælishátíðar kl. 16:00 í tilefni af 20 ára afmæli neyðarnúmersins. Dagskráin fer fram í bílageymslu SHS, Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð.

Lesa meira

Víðtækt hlutverk stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í tengslum við loðnuveiðarnar - 10.2.2016

_MG_0659

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, sem jafnframt er sameiginleg eftirlitsstöð Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu með tilliti til fiskveiða, hafa í nógu að snúast meðan loðnuveiðar erlendra skipa standa yfir í íslensku efnahagslögsögunni. Starfsmenn í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa fjölbreytta og víðtæka þekkingu og reynslu. Þeir eru því vel í stakk búnir til að vera í samskiptum við sjómenn og veita þeim þá þjónustu sem þörf er á eða leiðbeina þeim hvert leita skuli með tiltekin mál.

Lesa meira

Varðskipið Þór sækir sjúkling um borð í norskt loðnuskip og þyrlan TF-GNA sækir slasaða göngumenn - 6.2.2016

Varðskipið Þór

Talsverður erill hefur verið hjá Landhelgisgæslunni í dag en varðskipið Þór sótti sjúkling um borð í norskt loðnuveiðiskip og þyrlan TF-GNA sótti tvo slasaða göngumenn á Skarðsheiði.

Lesa meira

Varaforstjóri Frontex heimsækir Landhelgisgæsluna - 4.2.2016

Berndt Körner, varaforstjóri Frontex, Landamærastofnunar Evrópu heimsótti Landhelgisgæsluna í dag. Körner er staddur hér á landi og kynnti sér meðal annars starfsemi Landhelgisgæslunnar og ræddi þátttöku hennar í landamæraeftirliti og leit og björgun á Miðjarðarhafi.

Lesa meira

Varðskipið Þór við eftirlit á loðnumiðum - 3.2.2016

Varðskipið Þór hefur verið við eftirlit undan Norðausturlandi undanfarna viku, meðal annars í tengslum við loðnuvertíðina. Eins og staðan er í dag er einungis eitt íslenskt loðnuveiðiskip að veiðum, eitt grænlenskt, eitt færeyskt og tíu norsk en þrjú önnur norsk loðnuveiðiskip hafa tilkynnt komu sína. 

Lesa meira

Vel heppnuð samæfing loftfara, varðskips og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar - 18.1.2016

Samæfing loftfara, varðskips og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar var haldin síðastliðin laugardag. Þátt tóku tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, flugvélin TF-SIF, varðskipið Þór og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Æfingar sem þessar eru nauðsynlegur hluti af starfsemi Landhelgisgæslunnar, bæði til að æfa samhæfð viðbrögð og samstarf eininga en ekki síður til að yfirfara verkferla og stjórnun aðgerða.

Lesa meira

Varðskipið Þór komið með Hoffell til Reykjavíkur - 15.1.2016

Varðskipið Þór er nú komið til Reykjavíkur með flutningaskipið Hoffell sem varð aflvana síðastliðinn sunnudag um 160 sjómílur suðvestur af Færeyjum. Þetta er lengsta ferð Þórs með skip í drætti og gengu aðgerðir í alla staði afar vel.

Lesa meira

Hundrað ára sjókort - 14.1.2016

Fyrir ríflega hundrað og tveimur árum, 4. júní 1913, birtist stutt frétt í blaðinu Vísi um að til stæði að rannsaka innsiglinguna til Salthólmavíkur og Króksfjarðarness. Kortið er það eina sem eftir er sem á eru teiknaðar myndir af landmiðum og það er annað tveggja sjókorta sem enn eru í notkun frá dögum danskrar sjókortagerðar við Ísland.

Lesa meira

Varðskipið Þór komið með Hoffellið í tog - 12.1.2016

Varðskipið Þór er nú komið með Hoffellið í tog en það tók áhöfnina á Þór aðeins tæpa tvo tíma að koma taug á milli skipanna þrátt fyrir töluverða ölduhæð. 

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica