Fréttir

Gæslu- og eftirlitsflug um Faxaflóa, vestur fyrir Garðskaga að Vestamannaeyjum - 29.1.2015

TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær í gæslu- og eftirlitsflug sem hófst á að flogið var yfir skyndilokunarhólf vegna fiskveiða á Faxaflóa og síðan haldið vestur fyrir Garðskaga að Vestmannaeyjum. Samtals voru 25 skip og bátar auðkennd á svæðinu og voru allir með sín mál í lagi. 

Lesa meira

Þyrla LHG sótti mann sem slasaðist við Lambafell - 24.1.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 13:28 í dag þegar þyrlan var við æfingar á Sandskeiði með undanförum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Óskað var eftir aðstoð þyrlunnar við að flytja mann sem var talinn fótbrotinn við Lambafell. Ákveðið var að björgunarsveitarmenn færu með þyrlunni í útkallið og fór hún fór í loftið kl. 13:34. 

Lesa meira

Norsk loðnuskip komin á miðin - 20.1.2015

lodna_jpg_640x800_sharpen_q95

Fyrsta norska loðnuskipið á þessari vertíð kom inn í íslenska efnahagslögsögu síðastliðinn laugardag og eru nú tvö skip komin á miðin fyrir norð-austan land. Erlend loðnuskip hafa tilkynningaskyldu gagnvart Landhelgisgæslunni meðan þau eru innan hafsvæðisins, tilkynna þegar þau koma inn og sigla út úr íslenskri efnahagslögsögu, þau þurfa að vera í ferilvöktun og senda aflatilkynningar.

Lesa meira

Nýr þyrluflugmaður kominn á fastar vaktir hjá LHG - 20.1.2015

Jóhannes Jóhannesson, þyrluflugmaður sem var í haust ráðinn til Landhelgisgæslunnar hefur nú lokið grunnþjálfun sem er krafist til starfsins og mun í framhaldinu fara yfir á fastar vaktir flugdeildarinnar. Grunnþjálfun hefur staðið yfir í um fjóra mánuði en hún felst í æfingum bæði á sjó og landi.

Lesa meira

Vélarbilað flutningaskip á leið til hafnar - Varðskipið Þór til taks á svæðinu - 19.1.2015

Landhelgisgæslunni barst kl. 05:44 í morgun tilkynning um vélarbilun frá gámaflutningaskipinu Horst B sem var þá staðsett um 25 sjómílur VSV af Reykjanestá.  Skipið gat þrátt fyrir bilunina haldið 3-5 hnúta ferð og stefnir skipið nú í aðskildar siglingaleiðir N- af Garðskaga. Landhelgisgæslan hefur fylgst með siglingu Horst B í dag og verður varðskipið Þór til taks á svæðinu þegar skipið heldur inn í Faxaflóa.

Lesa meira

Sóttu slasaðan göngumann - 18.1.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag kl. 14:10 eftir að maður slasaðist alvarlega eftir fall í hlíðum Esju. TF-SYN fór í loftið kl. 14:34 og lenti á slysstað kl. 14:46. Læknir og sjúklingur bjuggu um sjúkling og var hann síðan settur í börur og hífður upp í þyrluna. Aðgerðum á slysstað var lokið kl. 15:03 og var lent við Landspítala í Fossvogi kl. 15:07. 

Lesa meira

Verkfalli flugvirkja aflýst - nýr kjarasamningur hefur verið undirritaður - 16.1.2015

Verkfalli flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hefur verið aflýst en samningar tókust rétt eftir miðnætti. Lesa meira

Landhelgisgæslan vonast til að afstýra megi verkfalli - 15.1.2015

Nú stendur yfir hjá Ríkissáttasemjara fundur vegna kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands, og samninganefndar ríkisins og vonast Landhelgisgæslan til að afstýra megi verkfalli. Landhelgisgæslan hefur unnið, í samvinnu við innlenda og erlenda samstarfsaðila, að því að bregðast við hugsanlegri skertri viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar verði af boðuðu verkfalli flugvirkja sem hefjast á í fyrramálið kl. 06.

Lesa meira

Slasaður vélsleðamaður sóttur í Hlíðarfjall - 14.1.2015

GNA2

Landhelgisgæslu Íslands barst kl. 17:42 beiðni frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra um að þyrla yrði kölluð út eftir að maður slasaðist á vélsleða í Hlíðarfjalli. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 18:26 og flaug beint á slysstað þar sem var lent kl. 19:40.  Maðurinn var fluttur um borð í þyrluna og var lent við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri kl. 19:53.

Lesa meira

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar í stjórnstöð Frontex nauðsynlegir fyrir varðskip og flugvél á svæðinu - 14.1.2015

LHG_SamvinnaAegirSif

Flugvél Landhelgisgæslunnar og varðskipið Týr eru um þessar mundir við eftirlit fyrir Frontex, Landamærastofnun EU á hafsvæðinu í kringum Ítalíu. Landhelgisgæslan (LHG) er nú, sem endranær, með fulltrúa í sameiginlegri stjórnstöð á Ítalíu sem tekur þátt í áætlanagerð og er milliliður við varðskip og flugvél LHG.

Lesa meira