Fréttir

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna strandaðs báts við Hópsnes - 13.5.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú kl. 12:23 neyðarkall frá bátnum Gottlieb 2622 sem var vélarvana við Hópsnes á Reykjanesi. Rak bátinn hratt að landi. Fjórir skipverjar voru um borð. Þegar í stað var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út sem og björgunarsveitir á Suðurnesjum og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Þá var samhæfingarstöðin einnig virkjuð.

Lesa meira

Varðskipið Þór við eftirlit á úthafskarfamiðum - 11.5.2015

Varðskipið Þór er nú statt við eftirlit á úthafskarfamiðunum við 200 sjómílna mörk efnahagslögsögunnar á Reykjaneshrygg.  Samkvæmt samningi Norður-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) máttu veiðarnar hefjast á miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 10. maí. 

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF sækir slasaðan vélsleðamann - 10.5.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:42 í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna fjórhjólaslyss í Réttarhnjúk, skammt frá Glaðheimum í Jökuldal en þar hafði einn maður slasast. Þar sem slysstaður var langt frá byggð var talið nauðsynlegt að fá þyrlu á staðinn.

Lesa meira

Áhöfnin á Tý bjargar 328 manns af tveimur litlum bátum - 5.5.2015

Varðskipið Týr siglir nú til Sikileyjar með 328 flóttamenn sem áhöfnin bjargaði af tveimur bátum norður af Líbíu. Um var að ræða 236 manns á trébát og hinsvegar 92 á litlum gúmmíbát. Tæplega 70 konur og börn voru í hópnum. 

Lesa meira

Fimmtíu ár frá því þyrluflug hófst hjá Landhelgisgæslunni - 30.4.2015

Í dag, 30. apríl eru 50 ár síðan Landhelgisgæslan tók þyrlu til notkunar við björgunar,- löggæslu- og eftirlitsstörf.  Starfsmenn Landhelgisgæslunnar fögnuðu þessum tímamótum í dag í flugskýli Landhelgisgæslunnar en þar var slegið upp grillveislu í tilefni dagsins.
Lesa meira

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF heldur til eftirlits- og björgunarstarfa á Miðjarðarhafi - 29.4.2015

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF hélt nú rétt fyrir hádegi í dag áleiðis til Sikileyjar til starfa fyrir Frontex, Landamærastofnun Evrópusambandsins. Mun flugvélin sinna landamæragæslu á vegum Frontex fram til loka júlí en snýr þá aftur á heimaslóðir.

Lesa meira

Leikskólinn Sóli heimsækir varðskipið Þór í Vestmannaeyjum - 27.4.2015

Nú á dögunum fékk varðskipið Þór skemmtilega heimsókn er varðskipið var í Vestmannaeyjum. Leikskólinn Sóli kíkti um borð með fimmtán eldhressa og fróðleiksfúsa krakka auk nokkurra kennara.

Lesa meira

Landhelgisgæslan tekur þátt í flugmessu í Grafarvogskirkju - 26.4.2015

Landhelgisgæslan tók í dag þátt í flugmessu sem haldin var í Grafarvogskirkju. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN flaug yfir svæðið og lenti síðan á bílaplaninu við kirkjuna með presta sem þátt tóku í messunni. Tók áhöfn þyrlunnar einnig þátt í messunni ásamt fleiri starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og fólki héðan og þaðan úr flugstarfsemi hér á landi.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna konu sem fannst meðvitundarlaus í sundlauginni á Hellu - 25.4.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú klukkan 13:48 í dag beiðni um þyrlu vegna konu sem fundist hafði meðvitundarlaus í sundlauginni á Hellu. Konan komst fljótlega til meðvitundar en hins vegar var það mat læknis á staðnum og læknis í áhöfn þyrlunnar að sækja konuna og flytja hana til Reykjavíkur.

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar gera óvirkt tundurdufl í Vestmannaeyjum og sprengjukúlu nálægt Hafravatni - 24.4.2015

Það hefur verið mikið að gera hjá sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar að undanförnu. Síðasta vetrardag gerðu þeir óvirkt tundurdufl sem kom í nót dragnótarbátsins MAGGÝ VE-108 og í gær, sumardaginn fyrsta gerðu þeir óvirka sprengjukúlu sem fannst nálægt Hafravatni.

Lesa meira