Fréttir

Línuskip vélarvana suður af Bjargtöngum - 5.9.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 23:36 tilkynning frá línuskipinu GRUNDFIRÐINGI sem þá var orðið vélarvana um 4 sjómílur suður af Bjargtöngum. Rak skipið í átt að bjarginu. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaða göngukonu við Hrafntinnusker - 4.9.2015

Rétt fyrir fjögur í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um þyrlu vegna erlendrar göngukonu sem hafði fótbrotnað við Hrafntinnusker er hún datt í gegnum snjó.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsækir Landhelgisgæsluna og árangursstjórnunarsamningur undirritaður við sama tilefni - 3.9.2015

Ólöf Nordal innanríkisráðherra heimsótti Landhelgisgæsluna í dag ásamt samstarfsfólki úr innanríkisráðuneytinu. Samhliða heimsókninni undirrituðu ráðherra og Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar árangursstjórnunarsamning milli ráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargar ferðamanni úr sjálfheldu á Eyjafjallajökli - 2.9.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 14:12 í dag beiðni um þyrlu vegna erlends ferðamanns sem var kominn í sjálfheldu á Eyjafjallajökli, vestan megin við Gígjökul ofan í Smjörgili. Þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í loftið aðeins níu mínútum síðar. Lesa meira

Erlent rannsóknarskip fært til hafnar - 1.9.2015

_MG_0659
Landhelgisgæslan hafði í gær afskipti af rannsóknarskipinu ENDEAVOUR sem þá var við störf um 60 sjómílur norðvestur af Ísafjarðardjúpi. Til að stunda rannsóknir innan íslenskrar efnahagslögsögu þarf heimild stjórnvalda en skipið hafði ekki slíkar heimildir. Lesa meira

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfir með heimsmeistaranum í Crossfit, Katrínu Tönju - 30.8.2015

Þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar getur við störf sín lent í margvíslegum og erfiðum aðstæðum og því eru æfingar einn mikilvægasti þáttur í starfsemi hennar. Ein slík æfing fór fram í dag og þá slóst í hóp með þeim þyrluköppum ein fremsta afrekskona landsins og heimsmeistari í Crossfit, Katrín Tanja Davíðsdóttir ásamt þjálfurum sínum og fylgdarliði.  

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eyða fallbyssukúlu sem skip fékk í veiðarfærin - 28.8.2015

Um klukkan 13:30 í dag hafði Skinney SF-20 samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar en skipið hafði þá fengið torkennilegan hlut upp með veiðarfærum sem reyndist vera fallbyssukúla.

Lesa meira

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann drenginn sem týndur hafði verið í hlíðum Heklu síðan fyrr um daginn - 28.8.2015

Klukkan 20.17 í gærkvöld barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni frá lögreglu um aðstoð þyrlu vegna 15 ára drengs sem týndur var á Heklu. Höfðu þá björgunarsveitir leitað piltsins síðan um eftirmiðdaginn en ekki fundið hann. Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veika konu vestan við Skeiðarárjökul - 27.8.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 10:22 í morgun beiðni um þyrlu vegna veikrar konu sem var í gönguhóp vestan við Skeiðarárjökul.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla að hefjast að nýju - 27.8.2015

Danski flugherinn tekur við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland, mánudaginn 1. september næstkomandi. Alls munu um 60 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi.

Lesa meira