Fréttir

Vinna við Jón Hákon gengur samkvæmt áætlun - 13.6.2016

Landhelgisgæslan og rannsóknarnefnd samgönguslysa ásamt Árna Kópssyni kafara vinna nú að því að ná fiskiskipinu Jóni Hákoni á flot.

Lesa meira

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar gera merkjablys óvirkt - 10.6.2016

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar gerði í morgun óvirkt merkjablys sem komið hafði í veiðarfæri fiskibátsins Friðriks Sigurðssonar ÁR-17. Hafði skipstjóri bátsins brugðist hárrétt við og gert sprengjusveit Landhelgisgæslunnar viðvart. Tóku því sprengjusveitarkappar Landhelgisgæslunnar á móti blysinu og var því eytt í söndunum fyrir austan Þorlákshöfn.

Lesa meira

Til hamingju með daginn sjómenn! - 5.6.2016

Í dag var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Sem fyrr tók Landhelgisgæslan þátt í hátíðarhöldunum með ýmsum hætti.

Lesa meira

Varðskipið Þór kemur heim að loknu reglubundnu viðhaldi - 3.6.2016

Varðskipið Þór var glæsilegt á að líta er það kom til hafnar í Reykjavík í dag eftir að hafa verið í reglubundnu viðhaldi í Póllandi undanfarnar vikur.

Lesa meira

TF-LÍF flytur þyrluna sem hlekktist á við Nesjavelli - 25.5.2016

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF aðstoðaði í dag rannsóknarnefnd samgönguslysa við að flytja þyrluna sem hlekktist á þann 22. maí síðastliðinn við Nesjavelli, frá slysstað og niður að Nesjavallavirkjun.

Lesa meira

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland að hefjast - 24.5.2016

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju mánudaginn 30. maí með komu flugsveitar norska flughersins.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna neyðarboðs frá þyrlu - 22.5.2016

TF-LIF_8586_1200

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 19:45 í kvöld tilkynning í gegnum gervihnattatungl að neyðarboð hefði borist frá þyrlu sem stödd var á Hengilssvæðinu. Þá þegar voru tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út og var þyrla farin í loftið skömmu seinna. 

Lesa meira

Landhelgisgæslan tekur þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu - 21.5.2016

Landhelgisgæslan tók í dag þátt í einni stærstu flugslysaæfingu sem haldin hefur verið hér á landi. Æfingin var haldin á Keflavíkurflugvelli og tóku þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar þátt sem og starfsmenn Landhelgisgæslunnar í Keflavík, á aðgerðasviði og í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan göngumann - 20.5.2016

Um hálftíuleytið í gærkvöld barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um þyrlu vegna fótbrotins göngumanns sem var fastur í fjalli fyrir ofan gönguleiðina í Naustahvilft ofan við Ísafjarðarflugvöll.

Lesa meira

Landhelgisgæslan fylgist með hafís - 20.5.2016

Hafís er nú kominn inn fyrir lögsögumörk Íslands út af Vestfjörðum. Landhelgisgæslan fylgist vel með ísnum og er farið reglulega í eftirlit um svæðið á eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica