Fréttir

Áætlað að Vöttur dragi Green Freezer af strandstað í kvöld - 18.9.2014

Til stendur að lóðsbáturinn Vöttur dragi flutningaskipið Green Freezer af strandstað á háflóðinu í kvöld. Eigendur skipsins lögðu síðdegis fram aðgerðaáætlun þar sem þetta kom fram. Landhelgisgæslan gerir ekki athugasemdir við áætlun skipsins en varðskipið Þór mun verða til taks og grípa inn í ef yfirvofandi er hætta á bráðamengun.

Lesa meira

Ekki talin hætta á bráðamengun - Eigendum Green Freezer veittur áframhaldandi frestur til að ná skipinu af strandstað - 18.9.2014

Fyrir skömmu síðan lauk samráðsfundi Landhelgisgæslunnar með Umhverfisstofnun og Samgöngustofu  vegna strands flutningaskipsins Green Freezer. Engin hætta er talin á bráðamengun á svæðinu og var tekin ákvörðun um að veita eigendum skipsins áframhaldandi frest til kl. 18:00 að ná skipinu af strandstað. 

Lesa meira

Unnið að uppsetningu mengunargirðingar - samráðsfundur að hefjast - 18.9.2014

NC2009_WEEKEND_DIVE_DOUG_ELSEY_PHOTO__42

Samkvæmt vettvangsstjórn Landhelgisgæslunnar á strandstað Green Freezer er nú unnið að uppsetningu mengunargirðingar umhverfis skipið þar sem hugsanlegt er að olía hafi lekið þegar stýrisbúnaður skipsins laskaðist við strandið. Var því frestað að draga skipið af staðnum meðan kafarar Landhelgisgæslunnar kanna botn skipsins og viðbragðsaðilar meta stöðuna. Skipið er stöðugt og ágætt veður er á staðnum.

Lesa meira

Staðan metin á strandstað Green Freezer - 18.9.2014

_MG_0632

Fulltrúar Umhverfisstofnunar og Landhelgisgæslunnar komu á strandstað flutningaskipsins Green Freezer í Fáskrúðsfirði upp úr miðnætti. Ástandið á strandsstað er metið stöðugt og ekki mikil mengunarhætta, þá er góð veðurspá næstu daga. Landhelgisgæslan hefur gefið eigendum skipsins frest fram yfir morgunflóð kl.10:00 til að ná skipinu út með aðstoð dráttarbáts. Takist það ekki mun Landhelgisgæslan meta hvort beitt verði íhlutunarrétti 

Lesa meira

Fragtskip strandar á skeri í Fáskrúðsfirði - útgerð vinnur að björgunaráætlun - 17.9.2014

GNA2

Landhelgisgæslunni barst um klukkan átta í kvöld beiðni um aðstoð frá flutningaskipinu Green Freezer sem var þá strandað á skeri í Fáskrúðsfirði. Kallaðar voru út björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi, þ.m.t. björgunarskip og bátar allt frá Vopnafirði til Hornafjarðar. Fjölveiðiskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson hélt auk þess samstundis á strandstað. Varðskipið Þór var beðið um að halda á staðinn og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. Útgerð skipsins vinnur að björgunaráætlun.

Lesa meira

Íslensku skipi vísað til hafnar fyrir meintar ólöglegar síldveiðar í lögsögu Grænlands - 17.9.2014

Landhelgisgæslan vísaði í nótt íslensku skipi til hafnar fyrir meintar ólöglegar síldveiðar í lögsögu Grænlands. Íslensk skip hafa ekki heimild íslenskra stjórnvalda til síldveiða innan grænlenskrar lögsögu og var Landhelgisgæslan því í samskiptum við yfirvöld á Grænlandi vegna málsins. Tvö skip eru grunuð um að hafa stundað ólglegar síldveiðar á svæðinu en bæði skipin höfðu hinsvegar leyfi til makrílveiða á svæðinu. 

Lesa meira

Flutningaskip áminnt fyrir að fara ekki eftir reglum um aðskildar siglingaleiðir fyrir Reykjanes - 16.9.2014

_MG_0659

Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning frá erlendu flutningaskipi sem var að leggja úr höfn frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Skipinu voru veittar þær upplýsingar að vegna stærðar skipsins (yfir 5000 tonn) var því aðeins heimilt að sigla ytri siglingaleið fyrir Reykjanes.

Lesa meira

Lauk námi í stjórnun verkefna á sviði friðargæslu - 15.9.2014

Jónas Þorvaldsson sprengjusérfræðingur og fagstjóri köfunar lauk í sumar námi við sænsku alþjóðlegu herakademíuna (SWEDINT-Swedish Armed Forces International Centre) sem gerir hann hæfan til að annast stjórnun verkefna á sviði friðargæslunnar. Jónasi var boðið af  NORDEFCO (Nordisk Defence Cooperation) á námskeiðið sem kallaðist United Nations Civilian Staff Officer Course. 

Lesa meira

Dómsmálaráðherra tekur þátt í eftirliti þyrlu LHG yfir gosstöðvarnar  - 13.9.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra fór í morgun með Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar og Haraldi Jóhannessen, ríkislögreglustjóra í eftirlitsflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Bárðarbungu og gosstöðvarnar í Holuhrauni. Markmið flugsins er að kynna fyrir dómsmálaráðherra stöðuna á svæðinu sem og starf viðbragðsaðila.

Lesa meira

Þyrlan TF-SYN flaug með vísindamenn og almannavarnir að Bárðarbungu og Holuhrauni - 11.9.2014

Fimmtudagur 11. september 2014

TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í dag með menn frá Jarðvísindastofnun, Veðurstofu og Almannavörnum á Bárðarbungu og Kverkfjöll til að setja niður mæla og vinna við ýmsan búnað. Að vinnu lokinni var flogið yfir Dyngjujökul og Holuhraun.

Lesa meira