Fréttir

TF-GNA orðin appelsínugul - 17.10.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA lenti í Reykjavík í gærkvöldi eftir langa fjarveru en þyrlan var staðsett í Noregi þar sem hún fór m.a. í umfangsmikla skoðun og var síðan málið í nýjum lit þyrlna Landhelgisgæslunnar. Eru nú tvær þyrlur sem bera þann lit, TF-GNA og TF-SYN. 

Lesa meira

Töldu kínverskt ljósker vera neyðarblys - 16.10.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um neyðarblys á svæðinu. Björgunareiningar voru síðan afturkallaðar þegar í  ljós kom að um var að ræða kínverskt ljósker.

Lesa meira

Eftirlitsflug TF-SIF um suður, suðaustur og austurmið - 16.10.2014

SIF_MG_1474

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlits- og gæsluflug um suður, suðaustur og austurmið. Samtals sáust 587 skip í eftirlits og ratsjárbúnaði og voru öll skip sem flogið var yfir með skráningu og sín mál í lagi. Stýrimenn flugvélarinnar höfðu samband við skip að veiðum og virtist fiskerí vera gott. Einnig var flogið yfir eldstöðvarnar í Holuhrauni og svæðið myndað fyrir jarðvísindamenn og almannavarnir

Lesa meira

Landhelgisgæslan varar við siglingahættum í Eyjafirði. - 16.10.2014

_MG_0566

Stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands hefur síðastliðna 14 - 15 mánuði varað sæfarendur við siglingahættum vegna kræklingalína í Eyjafirði. Landhelgisgæslan hefur gefið út Tilkynningar til sjófarenda þar sem svæðin er skilgreind í breidd og lengd og eru sjófarendur beðnir um að sigla í góðri fjarlægð frá þessum svæðum.

Lesa meira

Frontex óskar eftir varðskipi LHG í verkefni á Miðjarðarhafi - 15.10.2014

_MG_9299

Í vikunni barst Landhelgisgæslunni beiðni frá Frontex, landamærastofnun EU um að Landhelgisgæslan myndi senda varðskip til aðstoðar við landamæragæslu á Miðjarðarhafi. Landhelgisgæslan stefnir að því að verða við beiðninni og er nú hafinn undirbúningur sem miðar að því að varðskipið Týr fari í verkefnið sem mun standa yfir í desember mánuð með möguleika á framlengingu.

Lesa meira

Fóru með batterí í Bárðarbungu - 15.10.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í dag með tæknimenn og búnað frá Veðurstofu Íslands í Nýjadal og upp á Bárðarbungu til að skipta um rafgeyma og setja upp gasmæla. Þegar lent var í Nýjadal sýndu gasmælar afar há gildi og var þar einungis stöðvað skamma stund til að setja út búnað. Þaðan var haldið upp á Bárðarbungu og skipt um rafgeyma sem fylgja búnaði jarðvísindamanna. 

Lesa meira

Eftirlit TF-SIF yfir eldstöðvar, suður- og suðvesturmið - 13.10.2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug á föstudag með vísindamenn og fulltrúa almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra yfir Bárðarbungu og gosstöðvarnar í Holuhrauni. Að því loknu var farið í gæslu- og eftirlitsflug um S- og SV- mið.

Lesa meira

Herflugvél með bilaðan hreyfil lenti heilu og höldnu í Keflavík - 12.10.2014

F-4F_BaldurSveins-(3)
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:27 eftir að tilkynning barst frá flugstjórn um herflugvél, í fylgd tveggja annarra herflugvéla frá bandaríska flughernum, væri með bilun í öðrum af tveimur hreyflum vélarinnar. Voru þær staddar djúpt suður af landinu, og var þeim beint til Keflavíkur. Vélin lenti síðan heilu og höldnu í Keflavík kl 16:19. Lesa meira

Aðgerðir vegna gossins kostnaðarsamar og utan rekstraráætlunar LHG - 6.10.2014

Frá því að jarðhræringar hófust í og við Vatnajökul hafa á milli 90 og 100 starfsmenn Landhelgisgæslunnar komið að aðgerðunum með einhverjum hætti. Hefur þeim fylgt umtalsverður aukakostnaður sem ekki var gert ráð fyrir í rekstraráætlun Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Aðmíráll danska flotans kynnir sér starfsemi Landhelgisgæslunnar - 3.10.2014

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar tók í dag á móti Frank Trojan aðmírál danska flotans, ásamt samstarfsmönnum í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar. Kynnt var starfsemi Landhelgisgæslunnar og samstarf við Joint Arctic Command í Nuuk á Grænlandi sem eru höfuðstöðvar Dana fyrir björgunar- öryggis- og varnarmál á Norðurslóðum.

Lesa meira