Fréttir

Kynntu Landhelgisgæsluna á Skrúfudegi Tækniskólans - 20.3.2018

Hinn árlegi Skrúfudagur Tækniskólans var haldinn laugardaginn 17. mars sl. og þar stóðu vaktina þeir Anton Örn Rúnarsson og Eyþór Óskarsson og kynntu starfsemi Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Þrekþjálfun í varðskipinu Tý - 19.2.2018

Viðburðaríkum túr hjá varðskipinu Tý er nýlokið en auk þess að sinna eftirlit á loðnumiðunum fyrir austan land tóku skipverjar þátt í þyrluæfingu og strangri þrekþjálfun. 

Lesa meira

Göngumönnum bjargað á hálendinu - 14.2.2018

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gær vegna tveggja göngumanna sem voru á ferð austur af Hofsjökli en treystu sér ekki lengra vegna veðurs. Aðstæður til leitar voru mjög erfiðar og reyndu mikið á áhöfn þyrlunnar. 

Lesa meira

Landhelgisgæslan á Framadögum - 8.2.2018

Fjölmargir kynntu sér starfsemi Landhelgisgæslunnar á Framadögum 2018 sem haldnir voru í Háskólanum í Reykjavík í dag. Á meðal þeirra sem heimsóttu básinn okkar var forseti Íslands. Búnaður sprengjueyðingarsveitarinnar vakti forvitni margra. 

Lesa meira

Varðskipið Þór til móts við Akurey og Ottó - 7.2.2018

Varðskipið Þór hefur verið sent út til móts við Ottó N. Þorláksson sem hefur fiskiskipið Akurey í togi. Akurey fékk í skrúfuna í nótt og þurfti á aðstoð að halda. Þór fylgir skipunum til hafnar og er búist við að þau komi til Reykjavíkur síðdegis eða í kvöld. Týr er við eftirlit fyrir austan land með fullri áhöfn og því varð að setja saman sérstaka áhöfn fyrir þennan túr Þórs. 

Lesa meira

Minningarathöfn um sjóslysin í Djúpinu - 6.2.2018

Í gær var þess minnst að hálf öld er síðan 26 sjómenn fórust í aftakaveðri í Ísafjarðardjúpi. Sendiherra Bretlands á Íslandi heiðraði Sigurð Þ. Árnason skipherra vegna björgunar skipverja af breska togaranum Notts County.  

Lesa meira

Þyrlan lenti á Eiðsgrandanum - 5.2.2018

Þyrlan TF-GNA lenti nú fyrir stundu á Reykjavíkurflugvelli eftir um klukkustundar langa viðkomu á Eiðsgranda í vesturbæ Reykjavíkur. Áhöfnin sætti lagi á milli élja en hríðarbylur kom einmitt í veg fyrir að þyrlan gæti lent á flugvellinum fyrr í dag. 

Lesa meira

Leitar- og björgunarsamningur endurnýjaður - 5.2.2018

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Isavia skrifuðu í lok nýliðinnar viku undir endurnýjaðan samstarfssamning um leitar- og björgunarþjónustu. Samningurinn var upphaflega gerður haustið 2010. 

Lesa meira

Ferð til fjár í Loðmundarfirði - 4.2.2018

Varðskipið Týr flutti fjóra röska smala og þrjá vaska smalahunda frá Seyðisfirði yfir í Loðmundarfjörð í gær. Í firðinum er talsvert af sauðfé sem ekki tókst að smala til byggða í haust. 

Lesa meira

Varðskipið Týr fylgist með loðnuveiðum - 1.2.2018

Fjölmörg erlend loðnuskip eru nú að veiðum á miðunum austur af landinu. Varðskipið Týr sinnir eftirliti á veiðisvæðinu. 

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica