Fréttir

Góðar gjafir bárust þyrlusveit LHG - 15.9.2017

Einn reyndasti þyrlulæknir okkar, Felix Valsson, var kvaddur með vöfflukaffi í morgun. Um leið fékk Landhelgisgæslan afhenta þrjá barkakýlisspegla með myndavél til að hafa um borð í þyrlunum. 

Lesa meira

Rúm sjötíu hlöss af útbúnaði flutt úr Surtsey - 14.9.2017

Fyrr í vikunni var útbúnaður sem notaður var í tengslum við alþjóðlegt borunarverkefni í Surtsey fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir í varðskipið Þór. Skipið kom til hafnar í Reykjavík í fyrrakvöld og búnaðurinn með. 

Lesa meira

Veikur maður sóttur í skútu - 11.9.2017

Þyrlan TF-GNA sótti sjúkling um borð í erlenda skútu djúpt suður af landinu á föstudagskvöldið. Aðgerðin gekk vel en hífingar úr skútum geta reynst varasamar.

Lesa meira

Arctic Guardian 2017 lauk í dag - 8.9.2017

Góður árangur varð af leitar- og björgunaræfingunni Arctic Guardian sem lauk í blíðskaparveðri á Kollafirði í dag. Æfingin er sú fyrsta sem samtök strandgæsluríkja á norðurslóðum, Arctic Coast Guard Forum, gangast fyrir. 

Lesa meira

Arctic Guardian stendur sem hæst - 7.9.2017

Skip og flugvélar æfa áfram leit og björgun á hafsvæðinu vestur af Íslandi. Æfingin er haldin undir merkjum samtaka strandgæslustofnana á norðurslóðum og hefur gengið mjög vel það sem af er. 

Lesa meira

Skipin lögð af stað á æfingasvæðið - 5.9.2017

Alþjóðlega leitar- og björgunaræfingin Arctic Guardian 2017 hófst í dag en nú undir kvöld héldu skipin fimm sem taka þátt til æfingasvæðisins vestur af landinu. Samtök strandgæslustofnana á norðurslóðum (ACGF) standa fyrir æfingunni.

Lesa meira

Arctic Guardian 2017 hefst á morgun - 4.9.2017

Arctic Guardian, fyrsta sameiginlega leitar- og björgunaræfing samtaka strandgæslustofnana norðurslóðaríkja (e. Arctic Coast Guard Forum,) hefst þriðjudaginn 5. september. Markmið æfingarinnar er að þróa fjölþjóðlega samvinnu á þessu sviði og gera hana nánari en jafnframt sýna fram á getu aðildarríkjanna til að ráðast í sameiginlegar leitar- og björgunaraðgerðir á norðurslóðum. 

Lesa meira

Leynivopnið komið í hendur Breta - 4.9.2017

Formaður öldungaráðs fyrrverandi starfsmanna Landhelgisgæslunnar afhenti fyrir helgi stjórnendum Sjóminjasafnsins í Hull togvíraklippur sem komu mjög við sögu í þorskastríðum síðustu aldar. 

Lesa meira

Kanadískur ísbrjótur til sýnis í Reykjavíkurhöfn - 2.9.2017

Kanadíski ísbrjóturinn Pierre Radisson verður opinn almenningi á morgun, sunnudaginn 3. september. Skipið er hér á landi í tengslum við leitar- og björgunaræfingu samtaka strandgæslustofnana á norðurslóðum. 

Lesa meira

Loftrýmisgæsla NATO við Ísland að hefjast - 22.8.2017

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju nú í ágúst með komu flugsveitar bandaríska flughersins

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica