Fréttir

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF í sjúkraflug til Danmerkur - 3.8.2015

Landhelgisgæslunni barst nú í morgun beiðni frá dönskum yfirvöldum gegnum Landspítalann um sjúkraflug til Danmerkur með ungt barn frá Grænlandi sem koma þurfti skjótt undir læknishendur í Danmörku. Lagði flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF af stað til Danmerkur um þrjúleytið í dag. Lesa meira

Áhafnir Þórs og Knud Rasmussen með sameiginlega æfingu - 2.8.2015

Áhafnir varðskipsins Þórs og danska varðskipsins Knud Rasmussen héldu sameiginlega æfingu í gær þar sem æfð var reykköfun, björgun úr þröngu rými og dráttur á skipi. Landhelgisgæslan og danski sjóherinn halda reglulegar æfingar sem snúa að því að tryggja öryggi á Norður-Atlantshafi. Er samstarf þetta afar mikilvægt fyrir Landhelgisgæsluna sem og danska sjóherinn.

Lesa meira

Umfangsmikil leit að frístundabát sem hvarf úr tilkynningarskyldukerfi  - 29.7.2015

Umfangsmikil leit hófst í gær að frístundaveiðibát sem gerður er út af sunnanverðum Vestfjörðum. Báturinn sem leigður er til erlendra ferðamanna til sjóstangveiða hvarf úr sjálfvirku tilkynningarskyldukerfi Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan 16:00.
Lesa meira

Þór kemur með Lagarfoss til hafnar í Reykjavík - 24.7.2015

Varðskipið Þór kom með Lagarfoss til hafnar í Reykjavík um áttaleytið í morgun. Verkefnið gekk vel en Lagarfoss er stærsta skip sem varðskipið Þór hefur dregið til þessa og sannaði varðskipið gildi sitt í þessu verkefni.

Lesa meira

Ferð varðskipsins Þórs með Lagarfoss í togi gengur vel - 23.7.2015

Varðskipið Þór er nú vestur af Surtsey með flutningaskipið Lagarfoss í togi. Stýrið á Lagarfoss bilaði djúpt suður af landinu í fyrradag og var Þór sendur honum til aðstoðar. Ferð skipanna gengur vel og örugglega.

Lesa meira

Varðskipið Þór til aðstoðar flutningaskipinu Lagarfoss - 21.7.2015

Varðskipið Þór er á leið til aðstoðar flutningaskipinu Lagarfoss sem er með bilað stýri um 90 sjómílur suðaustur af Dyrhólaey. Ráðgert er að Þór verði hjá Lagarfoss um kl.05:00 í nótt og dragi Lagarfoss til Reykjavíkur. Lesa meira

Leit hefur verið hætt nema frekari vísbendingar komi fram - 20.7.2015

Leit hefur nú verið hætt sem fram hefur farið í dag í kjölfar neyðarkalls sem barst á rás 16 í gegnum sendi á Höfn í Hornafirði.

Lesa meira

Enn leitað vegna neyðarkalls sem barst í dag - 20.7.2015

_MG_0659

Landhelgisgæslan hefur í dag leitað ítarlega með þyrlu sem og með aðstoð lögreglu og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar að ástæðu neyðarkalls sem barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tæplega hálftvö í dag á rás 16 í gegnum sendi við Höfn í Hornafirði.

Lesa meira

Víðtækt útkall vegna neyðarskeytis - ástæður ókunnar - 20.7.2015

Klukkan 13:17 heyrði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarkall á rás 16 í gegnum sendi við Höfn í Hornafirði. Engar upplýsingar liggja fyrir um hver sendir neyðarkallið en þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, lögregla og varðskipið Þór eru á leið á vettvang til leitar. Ef einhverjir hafa nánari upplýsingar eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa umsvifalaust samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í síma 545-2100 eða við lögreglu.

Lesa meira

Hressir krakkar heimsækja varðskipið Ægi - 20.7.2015

Varðskipið Ægir fékk skemmtilega heimsókn á dögunum er hópur af hressum krökkum sem sækja sumarnámskeið á Sauðárkróki kíkti um borð. Varðskipið Ægir er sem stendur við bryggju á Sauðárkróki og er unnið við margvísleg viðhaldsstörf um borð.

Lesa meira