Fréttayfirlit: apríl 2009

Tilkomumikil sjón og söguleg stund

Thor04_GeorgAvarp

Nýtt fjölnota varðskip Landhelgisgæslunnar stóreykur björgunargetu Íslendinga og myndar öflugan hlekk í björgunarkeðju á Norður-Atlantshafi

Það var tilkomumikil sjón þegar nýtt fjölnota varðskip Íslendinga var í dag sjósett við hátíðlega athöfn í ASMAR skipasmíðastöð sjóhersins í Chile og um leið gefið nafnið Þór. Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti hátíðarræðu við athöfnina en hann var viðstaddur hana ásamt Þórunni J. Hafstein skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Á myndinni má sjá Georg Kr. Lárusson flytja ræðu sína við hlið þessa glæsilega skips.

TF-EIR bjargar konu í hlíðum Vífilsfells

TF-EIR
TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar var kl. 19:15 á sunnudag beðin um að taka þátt í leit að konu sem vitað var að væri í sjálfheldu í vesturhlíðum Vífilsfells. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði þá fengið fregnir af leitinni sem hafin var af Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu en ekki hafði borið árangur. Þyrlan var að koma úr gæsluflugi og fór samstundis á vettvang.

Hlaut verðlaun NATO fyrir framúrskarandi frammistöðu

Sérfræðingur sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar var nýlega EOD_Technician_on_taskverðlaunaður fyrir framúrskarandi frammistöðu í yfirgripsmikilli NATO æfingu sem haldin var samtímis á fimm stöðum í Evrópu. Tólf þátttakendur af þrjú hundruð talsins hlutu verðlaunin, sem voru afhent formlega af Brigadier General Scott D.West sem er CO (Chief of staff) fyrir Joint Warefare Centre (JWC) NATO.

Okkar maður starfaði innan stjórnstöðvar sem sá um stjórnun æfingarinnar í heild sinni. Kallaðist hún EXCON (Exercise Control) og var í æfingarbúðum JWC í Stavanger í Noregi.

Seglskútan siglir undir stjórn varðskipsmanna

TF-SYN flugvél Landhelgisgæslunnar flaug í dag skuta_vardskip1yfir varðskipið TÝ og skútuna sem í gærkvöldi var stöðvuð af varðskipinu út af SA-landi. Komið var að TÝ og skútunni á stað 63.59.7N - 12.15.8V Skútan siglir á eigin vélarafli undir stjórn varðskipsmanna.

Afrek unnið í sameiginlegri aðgerð Landhelgisgæslu og lögreglu

SYN_15_juni_2005
Varðskipið TÝR stöðvaði kl. 22:35 í gærkvöldi för seglskútu djúpt út af SA-landi vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot. Hafði áhöfn TF-SYN fylgt skútunni nær óslitið eftir frá því þeir fundu skútuna kl. 12:30. Var Challenger þota frá danska hernum fengin til að leysa TF-SYN af í um klukkustund meðan farið var til eldsneytistöku á Höfn Hornafirði.

Fjórir sérsveitarmenn fóru í gúmbáti að skútunni og handtóku þrjá menn. Áður hafði lögregla og Landhelgisgæslan verið í talstöðvarsambandi við skútuna, sem hunsaði fyrirmæli um að stöðva og gefast upp. Mennirnir sýndu ekki mótspyrnu. Varðskipið mun færa skútuna til hafnar á Íslandi.

TF-LÍF æfir notkun slökkviskjólu með slökkviliði Borgarbyggðar

slokkt_i_husi1
TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar tók um helgina þátt í viðamikilli slökkviliðsæfingu sem skipulögð var að slökkviliði Borgarbyggðar.

Fékk slökkvilið Borgarbyggðar til afnota íbúðarhúsið Fíflholt á Mýrum og æfð voru ýmis slökkvistörf. Eftir hádegi kom þyrlan á staðinn og hafði meðferðis svokallaða slökkvifötu sem rúmar tvö þúsund lítra af vatni og hengd er neðan í þyrluna. Vatninu er síðan gusað yfir logandi svæði eða mannvirki.

Varðskip stöðvar för seglskútu

Tyr,_1421a
Varðskipið TÝR stöðvaði kl. 22:35 í kvöld för seglskútu djúpt út af SA-landi vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot . Sérsveitarmenn fóru frá varðskipinu um borð í skútuna og handtóku þrjá menn sem voru að því loknu færðir um borð í varðskipið. Varðskipið mun færa skútuna til hafnar á Íslandi. Um er að ræða sameiginlega aðgerð Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Eskifirði og Sérsveitar Ríkislögreglustjóra sem hófst með handtöku þriggja manna á Austurlandi í gærkvöld.

Flugslysaæfing á Þórshöfn - hvernig ber að umgangast þyrlur í björgunaraðgerðum?

TF-LIF-140604_venus
Áhöfn TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar var á Þórshöfn og Vopnafirði í vikunni með kynningar fyrir viðbragðsaðila um hvernig umgangast ber þyrlur í björgunaraðgerðum. Voru kynningarnar vegna flugslysaæfingar sem haldin var á Þórshöfn. Farið var í eftirlitsflug frá Raufarhöfn fyrir Langanes að Bakkafirði og þaðan á Vopnafjörð.

Eftirlit með karfaveiðum í umsjón gæsluflugvélar og varðskipa Landhelgisgæslunnar

Syn og varðskip

Landhelgisgæslan hefur um árabil stundað eftirlit með karfaveiðum innlendra og erlendra skipa á Reykjaneshrygg bæði með gæsluflugvélum og varðskipum. Fyrir nokkrum árum var fjöldi skipa að karaveiðum á þessu svæði frá þjóðum utan NEAFC en með samstilltu átaki aðildarþjóða NEAFC tókst að útrýma þeim og eru nú aðeins skip aðildarþjóðanna á svæðinu.

Í vikunni var haldið námskeið fyrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar um NEAFC Scheme of Control and Enforcement, með sérstaka áherslu á sérreglur vegna karfaveiða á Reykjaneshrygg. Umsjón námskeiðisins annaðist Gylfi Geirsson sérfræðingur Landhelgisgæslunnar í málefnum NEAFC.

TF-LÍF æfir notkun slökkviskjólu

bambi_bucket_5

Á fimmtudag fór fram æfing áhafnar TF-LÍF í notkun Bambi Bucket búnaðar (slökkviskjólu). Gekk æfingin vel og mun búnaðurinn mun nýtast sem mikilvægt verkfæri við að ráða niðurlögum elda á svæðum sem farartæki slökkviliðsins geta ekki af einhverjum ástæðum nálgast, má þar nefna sumarbústaðasvæði og sinuelda.  

Fór æfingin fram við Kleifarvatn. Um var að ræða fyrstu æfingu með búnaðinn, en hann var jafnframt kynntur fulltrúum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Afli 60% undir mörkum - skyndilokun sett í kjölfarið

Týr - myndir apríl 2007
Varðskip Landhelgisgæslunnar hafa að undanförnu verið við eftirlit m.a. á Vestfjarðamiðum. Farið var um borð í fiskiskip og afli þeirra mældur. Kom þar í ljós að afli var um 60% undir mörkum og var því í kjölfarið sett skyndilokun. Auk þess var komið að fiskiskipi staðsettu inni í skyndilokunarhólfi og var skipstjóri áminntur harðlega fyrir verknaðinn.

Þyrla Landhelgisgæslunnar við umferðareftirlit um páskana

TF-EIR
Lögreglan á Hvolsvelli var með eftirlit á hálendinu um páskahelgina í samvinnu við Landhelgisgæsluna og var TF-EIR þyrla Landhelgisgæslunnar notuð við eftirlitið. Meðal annars var flogið um Emstrur, Landmannalaugar og yfir Eyjafjallajökul en þar voru margir á ferð eða um 30-40 jeppar.

TF-LÍF í sjúkraflug á Vesturlandi

P5310014
TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar var í gærkvöldi kölluð út vegna konu sem fengið hafði hjartastopp á hóteli á Vesturlandi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um þyrluna kl. 19:29 í gegn um Neyðarlínuna og var flugtak TF-LÍF frá Reykjavíkurflugvelli kl. 19:52.

Á þeim tímapunkti var sjúkrabifreið lögð af stað með konuna til Reykjavíkur en kl. 20:03 lenti þyrlan við Fiskilækjarmýri, beið þar sjúkrabifreiðin og var konan flutt yfir í þyrluna.

Áhöfn Ægis boðið í leikhús á Þingeyri

Áhöfn varðskipsins Ægis barst á skírdag boð frá heimamönnum á Þingeyri um að koma í leikhús bæjarins. Að sjálfsögðu var svo gott boð þegið og fóru 6 áhafnarmeðlimir á sýninguna.

TF-LIF klár í verkefni

TF_LIF_Odd_Stefan
Þau ánægjulegu tíðindi bárust í dag frá flugdeild Landhelgisgæslunnar að TF-LÍF er að nýju klár í verkefni eftir að hafa verið í 500 tíma skoðun og bið eftir varahlut frá því í janúar. Eru nú allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar, LÍF, GNÁ og EIR til taks ásamt flugvélinni TF-SYN og eru nokkrar æfingar áætlaðar hjá flugdeild yfir páskahelgina.

Þyrla leitar á Faxaflóa eftir tilkynningu um neyðarblys

neydablys
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 22:28 í gærkvöldi tilkynning í gegn um Neyðarlínuna um að neyðarblys hefði sést á lofti norður frá Eiðistorgi. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var við næturæfingar við Straumsvík með björgunarskipinu Einari Sigurjónssyni og fór samstundis til leitar.
Síða 1 af 2