Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland að hefjast

29. mars, 2016

NULL

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju mánudaginn 4. apríl með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Flugsveitin kemur frá Air National Guard í  Westfield, Massachusetts. Alls munu um 150 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með fjórar F-15C orrustuþotur og KC-135 eldsneytisbirgðaflugvél. 

Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 5. – 7. apríl.

Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Ráðgert er að verkefninu ljúki fyrir lok apríl. Verkefnið er framkvæmt af starfsmönnum Landhelgisgæslu Íslands á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.