Köfunarsveit

Köfunarsveit er hluti aðgerðasviðs sem sinnir verkefnum á sviði köfunar, er þar um að ræða starfsmenn sem hlotið hafa sérþjálfun og öðlast réttindi til að vinna við köfun en eru fastir starfsmenn í öðrum einingum.

Við verkefni kafaranna er notað aðflutt loft og eru því aldrei færri en tveir kafarar sem sinna hverju verkefni. Til að tryggja hámarksöryggi er ætíð kafað með línu, einn kafar en hinn sér um eftirlit með lofti og heldur uppi stöðugum samskiptum við þann sem er að kafa sem og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Kofun_Kleifarvatn-08.08.11-311

Á meðal verkefna köfunarsveitar árið 2010

Samvinna við Rannsóknarnefnd sjóslysa vegna ýmissa mála.

Útköll með sérsveit Ríkislögreglustjóra og Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins.

Farið var í um 200 æfingakafanir á árinu, þar af var töluverður fjöldi vegna vinnu sprengjudeildar.

Um 1800 klst. í öryggiskafanir vegna æfinga flugdeildar.

Einnig voru æfingakafanir með erlendum samstarfsaðilum, m.a. frá Frakklandi, Hollandi, Noregi, Austurríki, og Færeyjum.  Flestar með áhöfnum dönsku varðskipanna og dönskum sprengjusérfræðingum.

Á árinu 2010 var haldið námskeið í leitar- og björgunarköfun í samvinnu við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra.  Inntökuferli fyrir námskeiðið stóð yfir í tvær vikur en það fólst m.a. í að þrek umsækjenda og vatnsvani var prófaður auk prófana í þrýstiklefa með þrýstingi sem samsvarar 50 metra dýpi í köfun.  Umsækjendur fóru jafnframt í læknisskoðanir og viðtöl. Námskeiðið er kennt í tveimur hlutum og hófst sá fyrri í nóvember en síðari hluti eftir áramóti 2011. Í millitíðinni stunduðu þátttakendur æfingakafanir.  Kennslan var bæði bókleg og verkleg og sáu leiðbeinendur Landhelgisgæslunnar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra um kennsluna.

Helstu verkefni köfunarsveitar felast í;

Öryggisleit neðansjávar

Öryggiskafanir með þyrlum Landhelgisgæslunnar

Sprengjueyðing neðansjávar.

Veiðarfæri skorin úr skipum.

Viðgerðir neðansjávar á varðskipum.

Sprengjuleit vegna komu skipa frá aðildarríkjum NATO.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica