Loftför LHG

Flugfloti

Flugdeild LHG starfrækir þrjár þyrlur og eina eftirlitsflugvél. Flugvél LHG er af gerðinni Dash - 8 Q300 og er hún aðallega notuð til löggæslu á djúpslóð og grunnslóð sem og til eftirlits á alþjóðlegum hafsvSIF_eldgos_ArniSaebergæðum við Ísland. Flugvélin er sérhönnuð til eftirlits-, leitar-, björgunar- og sjúkraflugs á Norður Atlantshafi. Við framleiðslu vélarinnar var áhersla lögð á draga úr hávaða og titringi jafnt innan sem utan flugvélarinnar. Vélar af tegundinni Dash 8 Q300 eru þekktar fyrir að geta athafnað sig á mjög stuttum flugbrautum, ennfremur þola þær talsverðan hliðarvind eða um 36 hnúta. Flugdrægi vélarinnar er um 2100 NM auk 45 mínútna varaeldsneytis.

Flugvélin var afhent Landhelgisgæslunni í júlí 2009 en með flugvélinni margfaldaðist eftirlitsgeta Landhelgisgæslu Íslands bæði með tilliti til mengunar, fiskveiða og hafíss. Með vélinni hafa möguleikar til leitar- og björgunar aukist gríðarlega, sérstaklega á hafi úti en einnig á landi.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru notaðar jafnt til öryggis- og löggæslu sem og í leitar og björgunarflug. Farið er með reglubundnum hætti í eftirlitsflug á þyrlum en auk þess er æfingaflug nýtt til löggæsluverkefna. Löggæsluferðir þyrlnanna felast í almennu eftirliti með skipaumferð og fiskveiðum á grunnslóð.

Þyrla í eigu LHG er af gerðinni Aerospatiale Super Puma (fjallaljón), TF-LIF. Einnig leigir Landhelgisgæslan  þyrlurnar,  TF-GNA og TF-SYN sem eru sömu tegundar og TF-LIF.

Tæknideild Flugdeildar Landhelgisgæslunnar er staðsett á ReykjavíkurflugvelliGNA_E1F2236, nánar tiltekið í skýli nr. 2. sem stendur við Nauthólsvík. Flugskýlið er samtals um 1400 fermetrar og hafa flugvirkjar alla sína aðstöðu þar. Vakthafandi flugmenn og stýrimenn hafa jafnframt aðstöðu þar í viðbyggingu skýlisins. Fjórir flugvirkjar ganga reglubundnar bakvaktir og eru þar af leiðandi reiðubúnir útkalli 24 tíma á sólarhring því ávallt er þörf á flugvirkjum til að halda flughæfi flugvéla eða þyrla í gildi. Flugvirki gegnir einnig spilmannsstarfi á bakvakt sinni.

Nöfn loftfara Landhelgisgæslunnar

Nöfn þyrlna og flugvélar Landhelgisgæslunnar eru úr goðafræði. Áhugamenn um íslenskt mál, bæði leikmenn og sérfræðingar, hafa reglulega haft samband við Landhelgisgæsluna vegna beyginga á nöfnum loftfara Landhelgisgæslunnar og einnig vegna þess að einkennisstafir eru notaðir í umfjöllun um þau. Landhelgisgæslan setti í kjölfarið fram eftirfarandi leiðbeiningar og upplýsingar um nöfn loftfaranna: Hér er skjal Völundar Jónssonar um rithátt nafna og einkennisstafa á loftförum LHG.

 

Sif
Flugvél Landhelgisgæslunnar, sem hefur einkennisstafina TF-SIF, heitir eftir gyðjunni Sif sem er kona þrumuguðsins Þórs og býr með honum í höll hans, Bilskirni, í ríkinu Þrúðvöngum. Sif er gyðja kornakra í norrænni goðafræði og slegið glamapandi hár hennar gáraðist um herðar henni eins og fullþroska hveiti á akri. Á eftir Freyju var Sif fegurst allra goðanna.

Beyging:
Sif um Sif frá Sif til Sifjar.


Líf
 
Þyrla Landhelgisgæslunnar, sem hefur einkennisstafina TF-LIF, heitir eftir Líf, goðsögulegri kvenveru sem lifði af Ragnarök.
Einnig er hún sögð vera sú sem hjúkrar.

Beyging:

Líf um Líf frá Líf til Lífar.

 
Gná

TF_GNA_ahofn2012Þyrla Landhelgisgæslunnar, leigð af fyrirtækinu Norsk Helikopter, hefur einkennisstafina TF-GNA. Heitir hún eftir gyðjunni Gná, en hana sendir Frigg í ýmsa heima að sinna erindum sínum. Gná á hestinn Hófvarpni er rennur bæði loft og lög.

 

Beyging:

Gná um Gná frá Gná til Gnár

 

Syn
Þyrla Landhelgisgæslunnar, leigð af fyrirtækinu Norsk Helikopter, hefur einkennisstafina TF-SYN. Hún heitir eftir gyðjunni Syn sem varnar óviðkomandi inngöngu í hallir ása og mælir á þingum gegn þeim sem henni þykir sanna mál sitt með ýkjum og lygum. Sums staðar er hún kölluð dyravörður Fensala, bústaðar Friggjar.

Beyging:

Syn um Syn frá Syn til Synjar.

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica