Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Kynningarbæklingur


Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Æfing Freyju og þyrlusveitar - 19.2.2024

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhafnir varðskipanna stunda reglulegar sjóbjörgunaræfingar allt árið um kring. Ein slík æfing fór fram á dögunum og meðfylgjandi myndband gefur áhugaverða innsýn inn í hlutverk áhafna varðskipanna á slíkri æfingu. 

Áhöfnin á TF-SIF heldur til Spánar - 12.2.2024

Áhöfnin á eftirlitsflugvélinni TF-SIF hélt af landi brott á föstudag og verður við gæslu á ytri landamærum Evrópu næstu vikur á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópu. Vélin verður gerð út frá Malaga á Spáni að þessu sinni.

Þyrlusveit flaug með vísindamenn að gosinu - 8.2.2024

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamenn að gosstöðvunum norðaust­an við Sýl­ing­ar­fell til að meta umfang gossins sem hófst þar í morgun. Meðfylgjandi myndir voru teknar um borð í TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Jón Árni nýr aðalvarðstjóri - 5.2.2024

Aðalvarðstjóraskipti urðu í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um mánaðamótin. Jón Árni Árnason er nýr aðalvarðstjóri og tekur við stöðunni af Björgólfi Ingasyni sem hverfur til annarra starfa innan Landhelgisgæslunnar.