Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Rússneskar herflugvélar á íslenska loftrýmiseftirlitssvæðinu - 4.7.2020

Í fyrrinótt komu óþekktar flugvélar inni í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins hér við land sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í samræmi við vinnureglur Atlantshafsbandalagsins flugu orrustuþotur ítalska flughersins, sem eru hér á landi við loftrýmisgæslu, til móts við vélarnar frá Keflavíkurflugvelli.

Þór tignarlegur með breskum freigátum - 3.7.2020

Í upphafi vikunnar sigldi varðskipið Þór með bresku freigátunum HMS Westminister og HMS Kent sem voru á leið til kafbátaeftirlitsæfingarinnar Dynamic Mongoose sem haldin var hér við land í vikunni.

TF-GNA kemur í þjónustu Landhelgisgæslunnar um áramót - 3.7.2020

Í Stavanger í Noregi eru starfsmenn Heli-One í óðaönn að gera nýjustu þyrluna í flota Landhelgisgæslunnar tilbúna til notkunar. Vélin er af gerðinni Airbus H225, líkt og hinar tvær leiguþyrlur Landhelgisgæslunnar.

Jón Páll sjötugur - 2.7.2020

Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, fagnar sjötugsafmæli í dag. Þar með lýkur afar farsælum ferli Jóns Páls hjá Landhelgisgæslunni en hann hefur starfað hjá stofnuninni í alls 35 ár og verið tengdur sjómennsku í hálfa öld. Landhelgisgæslan óskar Jóni Páli innilega til hamingju með stórafmælið og þakkar honum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu Gæslunnar.