Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna vélarvana báts við Ingólfsgrunn - 6.8.2020

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna vélarvana strandveiðibáts sem rak að skeri við Ingólfsgrunn á Húnaflóa. Strandveiðibátur í grenndinni kom til aðstoðar.

Varðskipið Týr við eftirlit í Síldarsmugunni - 4.8.2020

Varðskipið Týr hefur undanfarna daga verið við eftirlit í Síldarsmugunni en þangað hélt áhöfn Týs á fimmtudaginn. Þegar mest var voru fjórtán íslensk uppsjávarskip á svæðinu í byrjun síðustu viku en í morgun voru þau orðin sjö.

Olíumengun frá El Grillo - 22.7.2020

16. júlí sl. köfuðu kafarar á vegum Landhelgisgæslu Íslands niður að flaki El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar, eftir að vart varð við olíumengun frá skipinu. Í ljós kom að aðgerðir sem farið var í til að hefta olíuleka úr einum af tönkum skipsins í vor halda og er enginn leki sjáanlegur frá þeim tanki. 

Rússneskar herflugvélar á íslenska loftrýmiseftirlitssvæðinu - 4.7.2020

Í fyrrinótt komu óþekktar flugvélar inni í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins hér við land sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í samræmi við vinnureglur Atlantshafsbandalagsins flugu orrustuþotur ítalska flughersins, sem eru hér á landi við loftrýmisgæslu, til móts við vélarnar frá Keflavíkurflugvelli.