Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Fyrsta konan til að gegna stöðu vaktstjóra í stjórnstöð - 17.9.2021

Tímamót urðu hjá Landhelgisgæslunni í vikunni þegar Hallbjörg Erla Fjeldsted varð fyrsta konan til að gegna starfi vaktstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. 

Bygging nýs flugskýlis fyrir Landhelgisgæslu Íslands hefst í vetur. - 16.9.2021

Bygging nýs flugskýlis fyrir Landhelgisgæslu Íslands hefst í vetur. Með nýju flugskýli verður bylting í aðbúnaði flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Hið nýja flugskýli verður 2822 fermetrar að stærð og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið um mitt ár 2022.

Hlaupið í minningu Jennýjar Lilju - 15.9.2021

Á laugardaginn kl 11:00 ætla vinir og ættingjar Jennýjar Lilju sem lést af slysförum aðeins þriggja ára að hittast við Kópavogskirkjugarð og hlaupa fyrir Jenný Lilju og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.

Prófanir vegna uppfærslu á ratsjárkerfum - 10.9.2021

Að undanförnu hafa umfangsmiklar uppfærslur á ratsjárkerfum Atlantshafsbandalagsins staðið yfir hér á landi. Lokaáfangi verkefnisins eru umfangsmiklar prófanir á kerfinu sem fram fara dagana 13. til 16. september.