Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Vetrarlegt á Akureyri hjá Tý - 27.1.2021

Vetur konungur hefur minnt rækilega á sig víðsvegar um landið að undanförnu. Varðskipið Þór hefur verið til taks síðustu daga á Vestfjörðum en lagði af stað áleiðis til Reykjavíkur í morgun. Þá hefur áhöfnin á varðskipinu Tý hefur verið í sannkölluðu vetrarveðri á Norðurlandi eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.

Áhöfnin á Tý sinnti sjúkraflutningi frá Siglufirði - 25.1.2021

Áhöfnin á varðskipinu Tý var kölluð út á tíunda tímanum í gær til að annast sjúkraflutning frá Siglufirði. Þar þurfti maður að komast undir læknishendur á Akureyri og ekki reyndist unnt að flytja hann landleiðina.

Varðskipið Þór kallað út vegna snjóflóðahættu - 23.1.2021

Varðskipið Þór lét úr höfn í Reykjavík klukkan 21 í kvöld og heldur vestur á firði. Áhöfn skipsins var kölluð út í dag vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum.

Varðskipið Týr komið norður - 21.1.2021

Varðskipið Týr kom inn á Eyjafjörð í morgun eftir siglingu frá Austfjörðum þar sem skipið var statt við eftirlitsstörf. Siglingin tók um sólarhring í hvassviðri og allmiklum sjó. Áhöfnin á Tý verður til taks á svæðinu vegna óveðurs og ófærðar eins og þurfa þykir í samráði við aðgerðastjórn lögreglu og almannavarnir.