Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Eftirlit við Miðjarðarhaf að nóttu sem degi - 20.10.2020

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar sinnir nú landamæraeftirliti á vegum Frontex við Miðjarðarhaf. Áhöfnin er á vaktinni bæði að nóttu sem degi. 

Aðflugsæfingar að Akureyrarflugvelli vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins - 19.10.2020

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland stendur nú yfir en að þessu sinni er gæslan í höndum bandaríska flughersins. Aðflugsæfingar að varaflugvöllum eru hluti af verkefninu en gera má ráð fyrir áframhaldandi aðflugsæfingum að Akureyrarflugvelli í þessari viku og mögulega einnig í næstu viku.

Nýir skipherrar - 16.10.2020

Thorben Lund og Páll Geirdal taka við sem fastir skipherrar hjá Landhelgisgæslunni um næstu áramót. Þeir eiga sér áratuga farsælan feril hjá Gæslunni.

Samæfing varðskipa Landhelgisgæslunnar - 16.10.2020

Áhafnir varðskipanna Þórs og Týs héldu sameiginlega leitar- og björgunaræfingu á Faxaflóa í vikunni. Æfingin var liður í að stilla saman strengi áhafna beggja varðskipa. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók sömuleiðis þátt.