Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland að hefjast - 24.1.2022

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst í vikunni með komu flugsveitar portúgalska flughersins hingað til lands. Þetta er í annað sinn sem Portúgalar taka þátt í verkefninu hér á landi en síðast annaðist portúgalski flugherinn loftrýmisgæslu á Íslandi fyrir áratug. Flugsveitin kemur til landsins með fjórar F-16 orrustuþotur og um 85 liðsmenn sem hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Fullkominn búnaður Freyju nýttur til að sleppa öldumælisdufli á Grímseyjarsundi - 14.1.2022

Undanfarna daga hefur áhöfnin á varðskipinu Freyju annast eftirlit með lögsögunni. Í vikunni var öldumælisdufl á vegum siglingasviðs Vegagerðarinnar lagt á Grímseyjarsundi. Varðskipið Freyja er vel búið krönum og við aðgerðina voru brautarkranar skipsins notaðir sem og sleppikrumlur krananna til að koma duflinu og legufærinu fyrir í sjónum.

Eingöngu konur í brúnni - 12.1.2022

Á dögunum urðu þau tímamót hjá Landhelgisgæslu Íslands að vaktin í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var eingöngu skipuð konum. Þær Hallbjörg Erla Fjeldsted og Kristbjörg Hildur Guðmundsdóttir vöktuðu landið og miðin af einstakri röggsemi.

Straumlausum sendi á Straumnesfjalli komið aftur í gang - 11.1.2022

Í æfingarflugi áhafnarinnar á TF-GRO í morgun var flogið vestur að Straumnesfjalli. Þar var svokallaður AIS sendir, sem sendir stjórnstöð Landhelgisgæslunnar mikilvægar upplýsingar um staðsetningu skipa í Ísafjarðardjúpi og út af Vestfjörðum, orðinn óvirkur vegna straumleysis. Olíu var dælt á rafstöðina og sendirinn fór aftur af stað.