Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Sjómannadagurinn 2021 - 7.6.2021

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar tók þátt í hátíðarhöldum vegna sjómannadagsins víða um land.

Æft umhverfis gosið - 31.5.2021

Í gegnum tíðina hefur þyrlusveit Landhelgisgæslunnar stundað æfingar á Reykjanesi reglulega þar sem lögð er áhersla að æfa björgunarstörf í hlíðum fjalla á svæðinu. Óhætt er að umhverfið í Geldingadölum, þar sem sveitin hefur margoft æft, hafi breyst mikið síðan gos hófst á svæðinu í mars. 

Vitavinna á Hrólfsskeri - 28.5.2021

Áhöfnin á varðskipinu Þór og starfsmenn Vegagerðarinnar sigla þessa dagana meðfram ströndum landsins vegna eftirlits á ljósvitum, skerjavitum, sjómerkjum og ljósduflum sem ekki er hægt að komast í frá landi. Í vikunni var unnið að viðhaldi á vitanum á Hrólfsskeri og Sævar Már Magnússon, bátsmaður á Þór tók þetta skemmtilega myndband við það tækifæri.

Bólusett í húsnæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli - 28.5.2021

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur síðan í janúar bólusett íbúa á Reykjanesi í húsnæði Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Samstarf HSS og Landhelgisgæslunnar hefur verið afar gott og í vikunni voru fjölmargir bólusettir.