Við erum til taks

Með öflugri öryggis- og löggæslu, eftirliti, leit og björgun ber Landhelgisgæslunni að stuðla að öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti.

Kynningarbæklingur


Ábendingar

Móttaka á þyrlu

Mikilvægar upplýsingar um móttöku þyrlu á sjó og landi

Samskipti við skip og loftför

Mikilvægar upplýsingar um kallrásir, merkjaflögg, ljós- eða hljóðmerki

Sjávarföll

Upplýsingar um tíma og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík næstu sjö daga


Fjallað um Landhelgisgæsluna í Öldutúnsskóla - 1.12.2022

Á dögunum barst okkur þessi skemmtilega mynd frá klárum krökkum í 2-L í Öldutúnsskóla sem fengu það verkefni að fjalla um starfsemi Landhelgisgæslunnar og tókst það frábærlega eins og sjá má.

Strekkt á dráttarvír Þórs - 1.12.2022

Áhöfnin á varðskipinu Þór strekkti á dráttarvírnum á Grundartanga í gærmorgun. Dráttarvírar beggja varðskipa hafa komið að góðum notum á undanförnum mánuðum og árum.


Bygging flugskýlis gengur vel - 30.11.2022

Bygging nýs flugskýlis fyrir Landhelgisgæsluna gengur sérlega vel eins og sjá má á þessum myndum sem teknar eru með tveggja vikna millibili. Fyrir áramót verður byrjað að nota sjálft flugskýlið og í vor er gert ráð fyrir að skrifstofuhluti þess verði tilbúinn.

TF-GNA tók sig vel út á kyrrlátu kvöldi - 28.11.2022

Himininn var fagur og kvöldið kyrrlátt þegar þessar fallegu myndir voru teknar á Reykjavíkurflugvelli af TF-GNA, þyrlu Landhelgisgsæslunnar.