Þriðjudagur 20. júní 2006.Í fréttatilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í dag er sagt frá umfjöllunarefni fundar dómsmálaráðherra Norðurlanda. Þar segir: Dómsmálaráðherrar Norðurlanda hittust á fundi í Utstein-klaustri skammt frá Að frumkvæði Svía ræddu ráðherrarnir heimildir lögreglu til að beita sérstökum rannsóknaraðferðum og nauðsyn þess, að skýr lagaákvæði stæðu að baki slíkum heimildum. Þá var rætt um aukið samstarf saksóknara á Norðurlöndum, Finnar gerðu grein fyrir áherslum sínum í Evrópusambandinu þegar þeir fara með forsæti þar síðari hluta ársins. Í umræðum um þessar hugmyndir tók Björn Bjarnason fram, að hann teldi það geta skapað vanda bæði innan Evrópusambandsins og Schengensamstarfsins að flytja refsirétt og samstarf á því sviði undir meirihlutaákvarðanir innan Evópusambandsins.
Úr myndasafni: Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra fjallar um samning um leigu á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna.