Fyrir framlag til landhelgisgæslu og björgunarstarfa.
18.06.2018
Forseti Íslands sæmdi Sigurð Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til landhelgisgæslu og björgunarstarfa. Sigurður Steinar er ákaflega vel að viðurkenningunni kominn enda átti hann farsælan hálfar aldar starfsferil hjá Landhelgisgæslu Íslands en hann lét af störfum í apríl. Landhelgisgæslan óskar Sigurði Steinari til hamingju með viðurkenninguna.
Sigurður Steinar kemur í land í sinni síðustu ferð sem skipherra. Ljósmynd: Jón Páll Ásgeirsson