Rétt rúmum hálftíma eftir að TF-SYN var kölluð út var var búið að hífa manninn um borð í þyrluna.
10.07.2018 Kl: 19:30
Mannbjörg varð þegar eldur kom upp í bát á Héraðsflóa á þriðja tímanum í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarboð frá bátnum en samkvæmt fyrstu upplýsingum var talið að báturinn væri sokkinn. Einn var um borð í bátnum og tókst honum að komast í björgunarbát. TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar, var við leit á Melrakkasléttu þegar tilkynning um slysið barst og var áhöfn hennar þegar í stað beðin um að halda á vettvang. Rétt rúmum hálftíma eftir að TF-SYN var kölluð út var var búið að hífa manninn um borð í þyrluna, úr björgunarbátnum. Aðstæður til björgunar á Héraðsflóa voru góðar og var maðurinn við góða heilsu þegar honum var bjargað um borð í þyrluna. Þegar TF-SYN hélt af vettvangi logaði enn eldur í bátnum. Þyrlan flutti manninn til Egilsstaða og lenti þar laust fyrir klukkan fjögur.
Í áhöfn þyrlunnar voru Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri, Tryggvi Steinn Helgason, flugmaður, Magnús Pálmar Jónsson, sigmaður og yfirstýrimaður og Árni Freyr Sigurðsson, spilmaður og flugvirki.
Magnús Pálmar Jónsson, sigmaður, fer niður til mannsins úr þyrlunni.
Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri, horfir á brennandi bátinn.
Árni Freyr Sigurðsson, spilmaður og flugvirki.
Magnús Pálmar gerir sig klárann til þess að sækja manninn.