Landhelgisgæslan tók forskot á sæluna og hélt upp á konudaginn fyrir helgi.
24.02.2019 Kl: 08:09
Landhelgisgæslan tók forskot á sæluna og hélt upp á konudaginn fyrir helgi. Við hjá Landhelgisgæslunni erum afar heppin að eiga svona frábærar samstarfskonur sem áttu það svo sannarlega skilið að hefja helgarfríið með smá dekri og óvæntum glaðningi. Kæru konur, innilega til hamingju með konudaginn.
Boðið var upp á veitingar frá 17 sortum og konurnar fengu einnig óvæntan glaðning.
Uppátækið heppnaðist vel.
Kaffistofa Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð.