Kafarar skipsins fóru í sitt fyrsta vinnutengda verkefni eftir að þeir luku námskeiði
5.3.2019 Kl: 16:00
Kafarar varðskipsins
byrjuðu á að kafa niður að steininum sem duflið var bundið fast við, en að því
búnu var hægt að sækja duflið og ný legufæri. Keðju var rennt niður eftir
bólfæri sem kafararnir höfðu fest við steininn, en þeir fóru svo aftur niður og
festu legufærin við steinninn. Mikilvægi kafaranna kom glögglega í ljós en
þeir sem köfuðu í dag voru í sínu fyrsta vinnutengda verkefni eftir að hafa
lokið kafaranámskeiði fyrr í vetur. Tveir kafarar eru í áhöfn Týs. Afar milt og
fallegt veður var við Ólafsvík í dag og verkefnið í heild gekk mjög vel.
Duflið fest við steininn.
Duflið sótt til Ólafsvíkur.
Duflinu komið fyrir í léttbáti Týs.
Hluti áhafnarinnar á leið frá Ólafsvík.
Garðar Nellett á ljósduflinu. Týr í bakgrunni.
Aðstæður við Ólafsvík voru góðar og verkefnið gekk vel.