Varðskipið Týr var við æfingar skammt frá.
6.5.2019 Kl: 13:46
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á tólfta tímanum í dag beiðni um aðstoð frá fiskibát sem fékk veiðarfæri í skrúfuna úti fyrir Vatnsleysuströnd. Áhöfnin á varðskipinu Tý, sem var við æfingar skammt frá, brást hratt við beiðninni og fór til aðstoðar á léttbátnum Fleng sem dró bátinn til hafnar. Tveir voru um borð í fiskibátnum en þeim varð ekki meint af. Þetta var í fyrsta sinn sem Flengur er notaður í verkefni af þessum toga en hann var tekin í notkun í upphafi ársins. Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur St. Valdimarsson.
Áhöfnin á varðskipinu Tý var kölluð út.
Flengur drengur bátinn til hafnar.